Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra, er sú eina af matvælaráðherrum Vinstri grænna á síðasta og yfirstandandi kjörtímabili sem ekki hefur tekið afstöðu gegn því að laxeldisfyrirtækin í landinu fái ótímabundin rekstarleyfi til að stunda sjókvíaeldi á Íslandi. Í frumvarpinu um lagareldi sem nú er til meðferðar á Alþingi er umdeild lagagrein um þetta atriði sem Bjarkey Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur nú boðað breytingar á.
„Enda hef ég sagt skilið við stjórnmál og það er alþingismanna að taka afstöðu til einstakra ákvæða frumvarpa.“
Frumvarpið var til meðferðar í matvælaráðuneytinu þegar Katrín var settur matvælaráðherra í tíð síðustu ríkistjórnar vegna veikindaleyfis Svandísar Svavarsdóttur. Katrín hafði mikla aðkomu að frumvarpinu og fundaði meðal annars með hagaðilum úr laxeldi og laxveiði um málið í byrjun febrúar auk þess sem hún lagði til einstaka breytingar á frumvarpinu.
Tilraun til að láta reyna á málskotsréttinn :)
https://island.is/undirskriftalistar/6f868670-64d6-4fef-9ce3-57f9116ff7bb
Katrín hefur aldrei verið meira í stjórnmálum en í dag. Hún á allt sitt undir stuðningi Sjálfstæðismanna og leifunum af VG.
Það er skiljanlegt því hún er jú sannur kapítalisti. Hún stendur keik, bak í bak, sem kapítalisti meðal kapítalista.