Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Hætta lífi sínu til að færa okkur söguna

Nú er tal­ið að fleiri en hundrað blaða­menn hafi ver­ið drepn­ir á Gaza. Blaða­menn þar hætta lífi sínu til að færa okk­ur sög­una. Vís­bend­ing­ar eru um að Ísra­els­her sigti þá út sem skot­mörk. Fram­kvæmda­stjóri Al­þjóða­sam­bands blaða­manna seg­ir að ver­ið sé að tak­marka rétt al­menn­ings á upp­lýs­ing­um en að eng­in saga sé þess virði að fórna fyr­ir hana líf­inu.

Hætta lífi sínu til að færa okkur söguna

Á alþjóðlegum degi frjálsrar fjölmiðlunar, þann 3. maí síðastliðinn, sýndi PBS – News Hour fréttaskýringu um líf Shams Odeh, palestínsks blaðamanns og tökumanns sem starfar fyrir PBS. Shams Odei býr á Gaza og lýsir í umfjölluninni lífsbaráttu fjölskyldu sinnar síðustu mánuði. Fjölskyldan býr í tjaldi og yfir þeim fljúga nær stöðugt drónar ísraelska hersins.  

Áður bjó stórfjölskyldan í húsi í Khan Yunis og í viðtali í nóvember í fyrra lýsti dóttir hans því hvernig sonur hennar skynjaði hvort sprengja sem var að falla væri hættuleg eða ekki. Hún segir hann hafa reynt að róa mömmu sína ef hann teldi að sprengjan væri ekki nálæg: „Mamma, mamma, hún er langt í burtu, hún er ekki við hliðina á okkur!“

Eitt kvöldið reyndist hún hættuleg og nú er ekkert eftir af húsinu. Þar sem börnin léku sér áður blasir við tortíming. Shams kvaðst hafa valið að búa þarna með fjölskyldunni, fjarri hernaði …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Ég ætla aðeins að minnast á orð sem ég heyrði á RÚV í morgun um að enginn eyðilegging fari fram á Gasa ? Eru þau sem lesa þessi orð ekki félagar ykkar blaðamanna ? Hvernig nenna þessir að láta nota sig slefbera Ísraelsmanna ? Hvenær er komið nóg ?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár