Heimildin lagði fimm léttar spurningar fyrir forsetaframbjóðendurna tólf svo lesendur geti kynnst þeim frá annarri hlið en þeirri sem birtist helst í fjölmiðlum. Spurt var um slökunaraðferðir, hverja þeir telji merkustu Íslendinga sögunnar, hvaða lög þeir kjósi í karókí, bækurnar á náttborðinu oog fyrirmyndir þeirra í lífinu.
Aðalpersóna Jurassic Park er fyrirmyndin í lífinu
Viktor Traustason segir að fyrirmynd hans í lífinu sé Alan Grant. Inntur frekar eftir því hver það sé útskýrir hann að það sé aðalpersónan í Jurassic Park kvikmyndunum.
Hann útskýrir að Grant sé vísindamaður sem vinni með höndunum, bjargi öðrum og berjist við risaeðlur. „Indiana Jones okkar kynslóðar,“ segir Viktor.
Í karókí myndi Viktor syngja „Rich Girl“ eftir Hall & Oats og „Fight For Your Right“ með The Beastie Boys. Síðasta bókin sem hann las var Síðasta setning Fermats eftir Simon Singh og merkasti …
Athugasemdir