Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið telur þrjú ár vera óviðunandi biðtíma eftir ráðgjöf frá sérfræðiteymi um aðgerðir til að draga úr beitingu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk. Það var engu að síður raunin þegar Akureyrarbær sóttist eftir ráðgjöf í máli Sveins Bjarnasonar sem bjó í læstri íbúð á vegum bæjarins í fimmtán ár.
Eins og Heimildin greindi frá gerði móðir hans endurteknar athugasemdir við að hann væri læstur inni en Sveinn er með mikla fötlun og þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Móðir hans, sem er persónulegur talsmaður Sveins, gafst á endanum upp á stöðunni á Akureyri og flutti Svein til Egilsstaða þar sem hann er nú búsettur. Hún lítur svo á að mannréttindi hans hafi verið brotin við þær frelsisskerðingar sem hann varð fyrir í Klettatúni.
Læst hurð og læstur ísskápur
Sérfræðiteymið starfar samkvæmt lögum um réttindagæslu fyrir fatlað …
Athugasemdir