Stefán Hrafnkelsson er 65 ára hugbúnaðarverkfræðingur og stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Betware, sem greindist árið 2017 með Alzheimer-sjúkdóminn, þá 58 ára gamall. Hann varð fyrstur sjúklinga til að hlaupa til styrktar Alzheimer-samtökunum og var þá fremstur hlauparanna. Stefán kemur úr stórri, afar samhentri fjölskyldu sem hefur hist vikulega til að hlaupa saman. Gleymum ekki gleðinni, er heiti á hlaupahópnum sem var búinn til í kringum Stefán af fjölskyldu og vinum og segja ástvinir hans að hlaupin hafi augljóslega gert honum gott og haldið honum lengur góðum.
Hlaupa alla sunnudaga
Upphafsmenn að hlaupum fjölskyldu Stefáns eru bræður hans en þau hófust áður en Stefán greindist. Eftir greininguna komu börn og barnabörn inn í hópinn en systkini Stefáns, sem eru sex talsins með honum, eru miklir hlauparar og bræður hans eru, eins og sonur hans orðar það, „elítuhlauparar“.
„Við hittumst alltaf á sunnudagsmorgnum og höfum gert í tæplega tíu ár. Stefán hefur …
Athugasemdir