Dæmi um sæmdarkúgun, eða þar sem fólk er kúgað með kynferðislegu efni af sér, hafa færst í aukana á síðastliðnum árum. Er það í samræmi við þá þróun sem er að eiga sér stað erlendis. Starfsmenn kynferðisafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu telja að aðeins toppurinn á ísjakanum rati inn á borð til þeirra.
Þetta kemur fram í þriðja þætti hlaðvarpsins Á vettvangi þar sem Jóhannes Kr. Kristjánsson heldur áfram að kynnast störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Ekki einstakt að fórnarlömb séu mjög ung
Kúgun af þessu tagi felst í því að fólk er fengið til að senda af sér kynferðislegar myndir. Viðtakandi þeirra hótar síðan að birta þær fái hann ekki eitthvað í staðinn. Gerendurnir geta verið að sækjast eftir peningum, fleiri myndum, eða því að fórnarlömbin hitti þá.
Tilfellin geta orðið mjög svæsin. Til dæmis fylgir Jóhannes lögreglunni meðan hún rannsakar mál 13 ára unglingsstúlku sem lendir í því að …
Athugasemdir (2)