Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´

Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
Papýrus frá Herculanum af því tagi sem vélarnar eru nú farnar að „rétta úr“ og lesa.

Fyrir tæpum fimm árum birtist á vefsíðu Stundarinnar, sem þá hét, stutt flækjusögugrein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöldann allan af papýrusrollum sem fundist höfðu í stóru bókasafni í bænum Herculanum í nágrenni Napólí.

Þannig papýrusrollur voru bækur þess tíma.

Þegar Vesúvíus gaus árið 79 ET (eftir upphaf tímatals okkar) grófst Herculanum á kaf í ösku, rétt eins og nágrannabærinn Pompeii.

„Sú rómverska villa, þar sem bókrollurnar fundust, er nálægt sjónum í Herculaneum. Hún fannst um 1750 og meðal þess sem fannst voru haugar af því sem menn töldu upphaflega vera viðarbúta í brenni. En þegar kveikt var í nokkum þeirra reyndist lítill ylur í þeim, þeir molnuðu bara niður.

Seinna uppgötvuðu menn að þetta voru bækur, upprúllaðar bókrollur að hætti fornaldar en brennheit askan, sem helltist yfir Herculaneum, hafði sviðið þær að utan.

Menn reyndu að rúlla [„bókunum“] í sundur en þær voru svo stökkar að þær urðu bókstaflega að ösku í höndum manna.

Sem betur fer var þeim þó ekki hent, heldur voru sem sagt nærri 2.000 stykki geymd vandlega og nú eru menn að byrja að gegnumlýsa þær með nýrri tækni og vonast til að geta greint stafina og síðan „rétt úr“ myndunum þannig að textinn verði læsilegur.“

Textinn hér að ofan er úr greininni gömlu. Hana má alla lesa hér.

Þótt margir bíði spenntir eftir niðurstöðum vísindamannanna hafa þeir ekki farið sér óðslega, enda er ævagamall papýrusinn afar viðkvæmur og vandmeðfarinn.

En á dögunum voru kynntar fyrstu niðurstöðurnar.

Og áhugamenn um menningu fornaldar eru himinlifandi.

Platon var maður nefndur, hann var grískur, uppi í Aþenu á fyrri hluta fjórðu aldar FT. Hann var nemandi heimspekingsins Sókratesar og skrifaði fræga varnarræðu kennara síns sem leiddur var fyrir dóm, sakaður um að „spilla ungdómnum“ með heimspekilegum spurningum sínum.

Varnarræðan dugði Sókrates ekki því hann var dæmdur til dauða og neyddur til að drekka eiturbikar en Platon gerði Sókrates kennara sinn ódauðlegan með skrifum sínum.

Platon setti heimspeki sína fram í svonefndum samræðum þar sem Sókrates spjallar við kunningja sína og gríðarlega margt úr hugarheimi og heimspeki Vesturlanda er komið frá Platon.

Svo bara eitt dæmi sé tekið, þá eru sögurnar um Atlantis — menningarríkið mikla sem sökk í sæ og hvarf að eilífu — komnar frá Platon.

Platon er líka kunnur sem kennari heimspekingsins Aristótelesar sem var litlu áhrifaminni en hann, en átti jafnvel enn frægari nemanda, sjálfan Alexander mikla.

Platon dó í Aþenu árið 348. Á papýrusnum sem vísindamenn hafa nú lesið úr með tólum sínum kemur fram að þegar hann fann dauðann nálgast hafi hann fengið þrælastúlku frá Þrakíu (nú Búlgaríu) að spila fyrir sig á flautu.

Heimspekingurinn knái var enn svo hress að hann hafði þrek til að gagnrýna stúlkukindina fyrir skort á takti við flautuleikinn. Ekki segir af viðbrögðum hennar.

En hann dó.

Platon

Á sama papýrus kemur raunar fram að Platon sjálfur var seldur í þrældóm af Spartverjum á eyjunni Eginu. Vitað var áður að Platon hefði þurft að þola þrældóm um tíma en talið var að það hefði gerst á Sikiley þangað sem hann fór um tíma. 

Hvort tveggja gefur okkur nýja mynd af lífi og dauða Platons en mikilvægast er þó af öllu að þetta sýnir á hverju kunni að vera von þegar rannsóknirnar á papýrusnum í Herculanum halda áfram.

Graziano Ranocchia prófessor við háskólann í Pisa hefur yfirumsjón með öllu saman. Hann segir fólki að bíða rólegu. Það séu enn nokkur ár þangað til verulega merkilegar fréttir berist.

En þær munu koma.

Alla leið aftan úr fornöld.

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár