Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´

Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
Papýrus frá Herculanum af því tagi sem vélarnar eru nú farnar að „rétta úr“ og lesa.

Fyrir tæpum fimm árum birtist á vefsíðu Stundarinnar, sem þá hét, stutt flækjusögugrein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöldann allan af papýrusrollum sem fundist höfðu í stóru bókasafni í bænum Herculanum í nágrenni Napólí.

Þannig papýrusrollur voru bækur þess tíma.

Þegar Vesúvíus gaus árið 79 ET (eftir upphaf tímatals okkar) grófst Herculanum á kaf í ösku, rétt eins og nágrannabærinn Pompeii.

„Sú rómverska villa, þar sem bókrollurnar fundust, er nálægt sjónum í Herculaneum. Hún fannst um 1750 og meðal þess sem fannst voru haugar af því sem menn töldu upphaflega vera viðarbúta í brenni. En þegar kveikt var í nokkum þeirra reyndist lítill ylur í þeim, þeir molnuðu bara niður.

Seinna uppgötvuðu menn að þetta voru bækur, upprúllaðar bókrollur að hætti fornaldar en brennheit askan, sem helltist yfir Herculaneum, hafði sviðið þær að utan.

Menn reyndu að rúlla [„bókunum“] í sundur en þær voru svo stökkar að þær urðu bókstaflega að ösku í höndum manna.

Sem betur fer var þeim þó ekki hent, heldur voru sem sagt nærri 2.000 stykki geymd vandlega og nú eru menn að byrja að gegnumlýsa þær með nýrri tækni og vonast til að geta greint stafina og síðan „rétt úr“ myndunum þannig að textinn verði læsilegur.“

Textinn hér að ofan er úr greininni gömlu. Hana má alla lesa hér.

Þótt margir bíði spenntir eftir niðurstöðum vísindamannanna hafa þeir ekki farið sér óðslega, enda er ævagamall papýrusinn afar viðkvæmur og vandmeðfarinn.

En á dögunum voru kynntar fyrstu niðurstöðurnar.

Og áhugamenn um menningu fornaldar eru himinlifandi.

Platon var maður nefndur, hann var grískur, uppi í Aþenu á fyrri hluta fjórðu aldar FT. Hann var nemandi heimspekingsins Sókratesar og skrifaði fræga varnarræðu kennara síns sem leiddur var fyrir dóm, sakaður um að „spilla ungdómnum“ með heimspekilegum spurningum sínum.

Varnarræðan dugði Sókrates ekki því hann var dæmdur til dauða og neyddur til að drekka eiturbikar en Platon gerði Sókrates kennara sinn ódauðlegan með skrifum sínum.

Platon setti heimspeki sína fram í svonefndum samræðum þar sem Sókrates spjallar við kunningja sína og gríðarlega margt úr hugarheimi og heimspeki Vesturlanda er komið frá Platon.

Svo bara eitt dæmi sé tekið, þá eru sögurnar um Atlantis — menningarríkið mikla sem sökk í sæ og hvarf að eilífu — komnar frá Platon.

Platon er líka kunnur sem kennari heimspekingsins Aristótelesar sem var litlu áhrifaminni en hann, en átti jafnvel enn frægari nemanda, sjálfan Alexander mikla.

Platon dó í Aþenu árið 348. Á papýrusnum sem vísindamenn hafa nú lesið úr með tólum sínum kemur fram að þegar hann fann dauðann nálgast hafi hann fengið þrælastúlku frá Þrakíu (nú Búlgaríu) að spila fyrir sig á flautu.

Heimspekingurinn knái var enn svo hress að hann hafði þrek til að gagnrýna stúlkukindina fyrir skort á takti við flautuleikinn. Ekki segir af viðbrögðum hennar.

En hann dó.

Platon

Á sama papýrus kemur raunar fram að Platon sjálfur var seldur í þrældóm af Spartverjum á eyjunni Eginu. Vitað var áður að Platon hefði þurft að þola þrældóm um tíma en talið var að það hefði gerst á Sikiley þangað sem hann fór um tíma. 

Hvort tveggja gefur okkur nýja mynd af lífi og dauða Platons en mikilvægast er þó af öllu að þetta sýnir á hverju kunni að vera von þegar rannsóknirnar á papýrusnum í Herculanum halda áfram.

Graziano Ranocchia prófessor við háskólann í Pisa hefur yfirumsjón með öllu saman. Hann segir fólki að bíða rólegu. Það séu enn nokkur ár þangað til verulega merkilegar fréttir berist.

En þær munu koma.

Alla leið aftan úr fornöld.

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár