Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp til fjáraukalaga til að sækja fjárheimildir upp á 12,9 milljarða króna sem ekki var gert ráð fyrir í fjárlögum ársins 2024 þegar þau voru afgreidd á þingi fyrir tæpum fimm mánuðum síðan. Ástæða þess að stjórnvöld þurfa að gera þetta er ákvörðun þeirra um að liðka fyrir gerð langtímakjarasamninga fyrr á árinu með því að lofa aðgerðarpakka sem kostar 83 milljarða króna á gildistíma samninganna, sem eru til fjögurra ára.
Hluti þeirra útgjalda fellur til í ár, áðurnefndir 12,9 milljarðar króna, en gert er ráð fyrir að verkefnin verði öll hafin eða komin að fullu til framkvæmda um mitt ár. Tveir þriðju hlutar þeirra kjarabóta sem fást á fyrsta ári eftir gildistöku nýju kjarasamninga koma enda frá hinu opinbera, og þriðjungur úr atvinnulífinu.
Í fyrsta lagi er um að ræða sérstakan …
Athugasemdir