Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sækja þrettán milljarða til að borga fyrir kjarasamninga í ár

Gert er ráð fyr­ir að þau verk­efni sem stjórn­völd lof­uðu að ráð­ast í til að liðka fyr­ir gerð kjara­samn­inga verði öll haf­in eða kom­in að fullu til fram­kvæmda um mitt ár. Þau kosta mik­ið og því þarf fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra að sækja sér fjár­heim­ild­ir til að borga fyr­ir verk­efn­in.

Sækja þrettán milljarða til að borga fyrir kjarasamninga í ár
Nýtekinn við Sigurður Ingi Jóhannsson tók við sem fjármála- og efnahagsráðherra snemma i síðasta mánuði eftir þær hrókeringar sem urðu í ríkisstjórninni þegar Katrín Jakobsdóttir yfirgaf hana og fór í forsetaframboð. Mynd: Golli

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp til fjáraukalaga til að sækja fjárheimildir upp á 12,9 milljarða króna sem ekki var gert ráð fyrir í fjárlögum ársins 2024 þegar þau voru afgreidd á þingi fyrir tæpum fimm mánuðum síðan. Ástæða þess að stjórnvöld þurfa að gera þetta er ákvörðun þeirra um að liðka fyrir gerð langtímakjarasamninga fyrr á árinu með því að lofa aðgerðarpakka sem kostar 83 milljarða króna á gildistíma samninganna, sem eru til fjögurra ára. 

Hluti þeirra útgjalda fellur til í ár, áðurnefndir 12,9 milljarðar króna, en gert er ráð fyrir að verkefnin verði öll hafin eða komin að fullu til framkvæmda um mitt ár. Tveir þriðju hlut­ar þeirra kjara­bóta sem fást á fyrsta ári eft­ir gildis­töku ný­ju kjara­samn­inga koma enda frá hinu op­in­bera, og þriðj­ung­ur úr at­vinnu­líf­inu.

Í fyrsta lagi er um að ræða sérstakan …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár