Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sjö vilja verða næsti varaseðlabankastjóri

Sjö hafa sótt um stöðu vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­stöð­ug­leika. Þeirra á með­al eru Tóm­as Brynj­ólfs­son, fyrr­ver­andi tíma­bund­inn ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu, og Guð­rún Johnsen hag­fræð­ing­ur.

Sjö vilja verða næsti varaseðlabankastjóri
Tómas Brynjólfsson og Guðrún Johnsen Tómas var tímabundið ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu á þessu ári. Guðrún hefur starfað fyrir danska seðlabankann síðastliðið ár.

Sjö sækjast nú eftir því að verða varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika í Seðlabanka Íslands, en Gunnar Jakobsson baðst lausnar þegar enn var ár eftir af skipunartímanum. Hefur hann þáð starf í Mílanó á Ítalíu. Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðstoðarseðlabankastjóri og fyrrverandi aðalhagfræðingur bankans, sinnir því stöðunni þangað til ráðið verður í hana á ný.

Tómas vildi verða ráðuneytisstjóri 

Tómas Brynjólfsson skrifstofustjóri er einn þeirra sem vilja verða eftirmaður Gunnars. Hann varð ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu tímabundið í upphafi árs þegar Guðmundur Árnason lét af störfum til að snúa sér að utanríkisþjónustu.

Tómas sótti nýlega um það að verða varanlegur ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu en þegar Sigurður Ingi Jóhannsson tók við sem fjármálaráðherra var fallið frá ráðningarferlinu. Þess í stað fylgdi Hermann Sæmundsson, ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu, Sigurði Inga og tók við starfinu.

Var látin hætta í stjórn Arion banka

Hagfræðingurinn Guðrún Johnsen sækist einnig eftir embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika. Hún hefur síðastliðið ár starfað fyrir danska seðlabankann en þar áður var hún lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn og sat í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Guðrún sat í stjórn Arion banka í tæp átta ár en var látin hætta árið 2017 eftir að hún greiddi atkvæði gegn umdeildri sölu á hlut bankans í Bakkavör í nóvember 2015. Hún lagði síðar til á fundi stjórnar að gerð yrði könnun á söluferli eignarhlutarins. Tillagan var felld.

Guðrún lét í ljós gagnrýni á sölu ríkisins á 22,5% hlutar þess í Íslandsbanka í mars 2022. Sagði hún að hún teldi lög hafa verið brotin við söluna sökum þess að útboðið hefði verið lokað. Benti hún á að lögum samkvæmt ætti að leggja áherslu á opið söluferli, gagnsæi og hlutlægni.

Aðrir umsækjendur um starfið eru Bryndís Ásbjarnardóttir forstöðumaður, Eggert Þröstur Þórarinsson aðstoðarframkvæmdastjóri, Gísli Óttarsson framkvæmdastjóri, Haukur C. Benediktsson framkvæmdastjóri og Lúðvík Elíasson forstöðumaður. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár