Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum seldi makrílkvóta frá Eyjum á fyrri helmingi síðasta árs í fyrra til að fjármagna kaupin á útvegs- og fiskvinnslufyrirtækjunum Ósi ehf. og Leo Seafood ehf. Um var að ræða meira en 2.000 tonna makrílkvóta sem seldur var til útgerðarfélaganna Brims í Reykjavík og Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Forstjóri Vinnslustöðvarinnar, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, eða Binni eins og hann er ávallt kallaður, staðfestir að félagið hafi selt makrílkvóta í fyrra til að fjármagna kaup á öðrum útgerðarfélögum. „Jú. Við seldum makrílkvóta til að ráða við kaupin á Ós og Leó,“ segir hann í sms-skilaboðum.
Sigurgeir Brynjar vill ekki greina frá nákvæmu magni þess kvóta sem Vinnslustöðin seldi en segir aðspurður að um hafi verið minna en þau 2.600 tonn sem Heimildin spurði hann um. Blaðið spurði hann einnig að því hvort kaupverðið hafi verið 2,5 milljarðar króna en forstjórinn segir þær upplýsingar háðar trúnaði. „Magnið var minna en verð …
Athugasemdir (2)