„Vakin skal athygli á að þess verður ekki vart að í samfélaginu sé uppi almenn krafa um frelsi í fjárfestingarstefnum og aðkomu að eignastýringu með viðbótarlífeyrissparnað. Hugmyndir í þá átt koma einkum þaðan sem þóknana- og umsýslukostnaður rynni fremur en eigendum viðbótarlífeyrissparnaðar.“ Þetta segir í umsögn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) um frumvarp um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða sem ætlað er að auka valfrelsi einstaklinga í viðbótarlífeyrissparnaði á þá leið að einstaklingar geti sjálfir ákveðið fjárfestingarstefnu sparnaðarins og breytingar á henni í samráði við vörsluaðila.
Samkvæmt frumvarpinu á að ná því markmiði með því að „auka heimildir vörsluaðila viðbótarlífeyrissparnaðar til að bjóða viðskiptavinum sínum að hafa persónulegt val um fjárfestingarstefnu viðbótarlífeyrissparnaðar á þann veg að eigandi slíks lífeyrissparnaðarins geti sjálfur ákveðið fjárfestingar og ávöxtun sparnaðarins.“ Hið aukna valfrelsi felur í sér að sjóðfélagi getur, verði frumvarpið að lögum, ákveðið að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði sínum til sjóða í stýringu banka og annarra …
Athugasemdir