Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
Yfirfara myndefni Bylgja lögreglufulltrúi og Hallur rannsóknarlögreglumaður segja að það séu ekki allir í kynferðisbrotadeildinni sem treysti sér til að myndgreina barnaníðsefni. Þau trúa því og vona að þeirra vinna verði til þess að minnka eftirspurn og brot gegn börnum. Mynd: Jóhannes Kr.

Lögreglan handtók mann fyrr á þessu ári vegna gruns um hafa barnaníðsefni undir höndunum. Lögreglumennirnir framkvæmdu húsleit og gerðu tölvubúnað upptækan í íbúð mannsins. Í fórum hans fundust myndir af drengjum á aldrinum fimm til 14 ára. Myndirnar voru af ýmsum toga, allt frá því að sýna þá á nærbuxunum yfir í það að sýna þá í kynferðislegum athöfnum. Þar að auki var ein og ein mynd af fullorðnum mönnum að nauðga börnum. Gagnamagnið í þessu eina máli er vel á annað hundrað terabæti. 

Þetta kemur fram í öðrum þætti hlaðvarpsseríunnar Á vettvangi. Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson fékk að fylgjast með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að störfum við greiningu á barnaníðsefni. 

Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á tengil hér til hliðar. Sérstaklega er varað við þættinum þar sem hann verður óþægilegur fyrir hlustendur að hlusta á og efni þáttarins er ekki ætlað ungum börnum.

„Ef þér dettur það í hug þá er það til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipulagður og skipulagður sem vinnur við það að reyna að búa til ný fórnarlömb og þeir svífast bókstaflega einskis. Og þetta veldur því að líf fólks eyðileggst og ekki bara barnanna heldur allra í kringum þau,“ segir Hallur Hallsson, rannsóknarlögreglumaður á kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þættinum. Hann er annar tveggja rannsóknarlögreglumanna á deildinni sem eru sérhæfð í myndgreiningu á barnaníðsefni. Hann þarf því að skoða bæði ljósmyndir og myndbönd sem sýna gróft kynferðisofbeldi gegn börnum. 

„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til. Það er mín  „rule 34“: ef þér dettur það í hug þá er það til,“ segir Hallur. „Án þess að fara út í ógeðslegar lýsingar, þá eru limlestingar og morð til. Og limlestingar og morð á börnum í kynferðislegum tilgangi er til og það kannski segir allt sem segja þarf.“ Hallur segir þetta vera „botnlaust hyldýpi“ þar sem hann segir þau ekki vera búin að sjá það versta þar sem ef „einhver gerir það versta þá er einhver þarna úti sem sér það og hugsar með sér: ég get gert verr.““ 

Einu barni var bjargað úr aðstæðum

Tveir Íslendingar voru handteknir hér á landi vegna niðurhals á barnaníðsefni í sameiginlegri rannsókn lögregluembætta í 27 löndum Evrópu, en rannsóknin naut stuðnings frá Europol og lauk í mars. Alls voru 57 karlmenn á aldrinum 23 til 72 ára handteknir í aðgerðunum.

Einu barni var bjargað úr aðstæðum þar sem það var beitt ofbeldi, en nokkrir mannanna höfðu beinan aðgang að börnum og tíu þeirra áttu sjálfir börn. Í tölvubúnaði mannanna fundust við fyrstu leit yfir hundrað þúsund skrár sem innihéldu barnaníðsefni en búist er við að magnið sé tífalt meira eða yfir milljón skrár sem innihalda bæði ljósmyndir og myndbönd sem sýna kynferðisofbeldi gegn börnum.

Mennirnir koma úr öllum stigum samfélagsins en fjórir þeirra störfuðu sem kennarar og einn með með þroskaskertum börnum. Europol skilgreinir menn sem eiga eða dreifa barnaníðsefni og eiga þar að auki handbækur sem lýsa aðferðum til að lokka og beita börn ofbeldi sem mjög líklega til að brjóta gegn börnum. Þetta mat Europol er í takt við áhyggjur norsku lögreglunnar sem telur að þeir sem sæki sér barnaníðsefni í gegnum netið séu líklegir til fara úr skoðun á efninu í netheimum yfir í mannheima til að lokka börn til sín og brjóta gegn þeim.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Það er ekki auðvelt að trúa á algóðan almáttugum guð eftir að lesa um þessa helför lítilla ókynþroska barna sem fullorðið fólk kaupir til að fremja glæpi sína á.. Fórnarlömb slíks kynferðis og lostaofbeldis úrkynjaðra kallnauðgara sem geta og vilja og gera þeim svo þetta líka að bera svona skaða ævilangt ættu þá ekki að þurfa framar að vera þá skilin eftir berskjölduð heldur geta treyst yfirvöldum til að sjá um öryggisgæslu þar sem þau eru skylduð til að eyða tíma sínum. Að minnsta kosti. Skólar og tómstundir utan heimilis verða að vera örugg. Karlkyns Kennurum og Kirkjunar mönnum ætti að banna alfarið að vera einir sér með börnum nema í fylgd. Leikskólar sömuleiðis og allir staðir þar sem börn eru að fylgja fullorðnum utan heimilis. Þvílíkur óskaplegur hryllingur sem við mennirnir gerum gegn minnimáttar, fötluðum börnum jafnvel og mállausum dýrum. Kannski er best að við hverfum bara út úr alheiminum með eitrinu sem við dreifum um allar grundir og höf og himinn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Ágúst barnaníðingur kominn með nýtt nafn
Á vettvangi

Ág­úst barn­aníð­ing­ur kom­inn með nýtt nafn

Ág­úst Magnús­son fékk fimm ára dóm vegna kyn­ferð­is­brota gegn sex ung­um drengj­um ár­ið 2004. Ág­úst hef­ur nú skipt um nafn, er hvergi skráð­ur til heim­il­is og því ekki vit­að hvar hann held­ur til. Yf­ir­mað­ur kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ist ekki skilja af hverju dæmd­um barn­aníð­ing­um er gert það auð­velt að breyta um nafn.
„Ætlar þú ein lítil stelpa í alvöru að fara upp á móti manni með stjórnmálaflokk á bak við sig?“
Á vettvangi

„Ætl­ar þú ein lít­il stelpa í al­vöru að fara upp á móti manni með stjórn­mála­flokk á bak við sig?“

Kona sem var nauðg­að af þjóð­þekkt­um manni kom alls stað­ar að lok­uð­um dyr­um þeg­ar hún lagði fram kæru, sér­stak­lega hjá lög­reglu og rétt­ar­gæslu­mönn­um sem neit­uðu að taka mál­ið að sér vegna þess hver hann var. Þetta var fyr­ir 25 ár­um. Yf­ir­mað­ur kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ir að fræg­ir fái enga sér­með­ferð í dag hjá deild­inni.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Konur í viðkvæmri stöðu
Á vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Kon­ur í við­kvæmri stöðu

Teym­is­stjóri Bjark­ar­hlíð­ar seg­ir öll of­beld­is­brot í tí­unda veldi í fíkni­efna­heim­in­um. „Við er­um oft að sjá mjög ung­ar stelp­ur í þess­um að­stæð­um og við vit­um af stelp­um sem eru fimm ár­um eldri sem hafa lent í sömu mönn­um, tíu ár­um eldri sem hafa lent í sömu mönn­um,“ seg­ir Jenný Krist­ín Val­berg. Þetta er með­al þess sem kem­ur fram í loka­þætti hlað­varps­serí­unn­ar Á vett­vangi þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
4
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár