Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ætlar ekki að vera með einræðistilburði sem forseti

Jón Gn­arr ætl­ar ekki að beita ein­ræð­istil­burð­um, verði hann kjör­inn for­seti. Sem borg­ar­stjóri var hann hvatt­ur til að gera það og seg­ist hafa ver­ið tal­að­ur nið­ur fyr­ir að gera það ekki.

„Ég ber nú bara mjög mikla virðingu fyrir Alþinginu okkar og okkar svona lýðræðiskerfi hér í landinu og sem forseti þá myndi ég ekki vera mikið með neina einræðistilburði, það er að segja taka fram fyrir hendurnar á Alþingi nema í einhverjum algjörum undantekninga tilvikum,“ segir Jón Gnarr forsetaframbjóðandi. 

Jón var gestur í Pressu á föstudag ásamt Katrínu Jakobsdóttur, Baldri Þórhallssyni og Höllu Hrund Logadóttur. Þau fjögur eru þeir frambjóðendur sem mælst hafa með mest fylgi þeirra sem sækjast eftir því að verða næsti forseti Íslands. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi hópur frambjóðenda deildi sviðinu í umræðuþætti fyrir kosningar. 

Undantekningatilvikin um einræðistilburði sem Jón minntist á snúa að synjunarvaldi forseta. „Ég býst við því já, ég hef ekki hugsað mér einhvern veginn að vera að setja fram einhver laga frumvörp eða neitt svoleiðis sko.“ 

En það er alveg heimild til þess, þú skilur þetta þannig?

„Já, já. Ég hef ekki verið hrifinn af einræðistilburðum á Íslandi, alls ekki.“

En Jón hefur fundið fyrir slíkum þegar hann gegndi embætti borgarstjóra. „Ég var til dæmis hvattur mjög til þess í stöðu minni sem borgarstjóri að vera með meiri einræðistilburði og jafnvel talaður niður fyrir að gera það ekki. Þannig að ég sé mig ekki fyrir mér beita sko neinum svona ákvæðum nema kannski málskotsréttinum í einhverjum undantekningar tilfellum.“ 

Hér má horfa á Pressu í heild sinni þar sem forsetaframbjóðendurnir fjórir mættust. Fyrri helmingur þáttarins er aðgengilegur öllum en þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum. 

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár