Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.

Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
Á Bifröst býr mikið af flóttafólki. „Stundum finnur maður á Bifröst að maður hafi verið settur í sveit og gleymdur. Vandamálið úr sögunni því við erum einhvers staðar. Við erum eins og geymd og gleymd,“ segir íbúi á Bifröst. Mynd: Anna Sharaeva

Christina Attensperger flúði leigumarkaðinn í borginni árið 2019 og flutti inn í gamla stúdentagarða á Bifröst. Íbúðirnar hafði fyrirtækið Miðgarður keypt af Háskólanum á Bifröst og sett í útleigu. Hún var lengi eini fasti íbúinn í blokkinni. 

„Ég var bara guðsfegin. Það var bara 115 þúsund kall leigan með hita og rafmagni fyrir 55 fermetra,“ útskýrir hún.

Haustið 2021 fór fleira fólk að koma í húsið. Og síðustu tvö árin hefur mikið af flóttafólki frá Úkraínu bæst við. Þetta er alla jafna barnafólk eða eldri hjón.

Þá fór leigan að hækka.

„Þetta var alltaf gert með mjög útsmognum hætti,“ segir Christina „Bæði í gegnum vísitölu og svo hækkuðu þau tvisvar í fyrra aukalega.“ Fyrir páska var svo öllum íbúum tilkynnt, eftir lestur á notkunarmæla, að kostnaðurinn við hitann væri miklu meiri en upphaflega hafði verið áætlað.

Tíðar hækkanir sem valda miklu álagi

Verðið fyrir hitann og rafmagnið hækkaði þá …

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GHA
    Guðmundur H Arngrímsson skrifaði
    Bragi Sigmar Sveinsson okrar svífyrðilega á þeim sem hafa í engin önnur hús að venda og verða að búa í einagrun að Bifröst. Íbúðirnar sem hann er að leigja hafa á undanförnum misserum verið seldar fyrir á milli 15 og 20 milljónir. Ársleigan sem flóttamenn greiða sem hlutfall af kaupverði er þrefalt hærri en hún gerist á okurmarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu og hátt í fimmfalt hærri en að meðaltali í höfuðborgum Evrópu.
    12
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár