Christina Attensperger flúði leigumarkaðinn í borginni árið 2019 og flutti inn í gamla stúdentagarða á Bifröst. Íbúðirnar hafði fyrirtækið Miðgarður keypt af Háskólanum á Bifröst og sett í útleigu. Hún var lengi eini fasti íbúinn í blokkinni.
„Ég var bara guðsfegin. Það var bara 115 þúsund kall leigan með hita og rafmagni fyrir 55 fermetra,“ útskýrir hún.
Haustið 2021 fór fleira fólk að koma í húsið. Og síðustu tvö árin hefur mikið af flóttafólki frá Úkraínu bæst við. Þetta er alla jafna barnafólk eða eldri hjón.
Þá fór leigan að hækka.
„Þetta var alltaf gert með mjög útsmognum hætti,“ segir Christina „Bæði í gegnum vísitölu og svo hækkuðu þau tvisvar í fyrra aukalega.“ Fyrir páska var svo öllum íbúum tilkynnt, eftir lestur á notkunarmæla, að kostnaðurinn við hitann væri miklu meiri en upphaflega hafði verið áætlað.
Tíðar hækkanir sem valda miklu álagi
Verðið fyrir hitann og rafmagnið hækkaði þá …
Athugasemdir (1)