Matvælastofnun (MAST) tilkynnti starfsmönnum sínum á miðvikudaginn að búið væri að ráða fiskalífeðlisfræðinginn Þorleif Ágústsson sem nýjan sviðsstjóra samhæfingar hjá stofnuninni. Þorleifur var valinn úr hópi 23 umsækjenda í ferli sem ráðningarfyrirtækið Intellecta sá um. Tvær deildir heyra undir sviðsstjóra samhæfingar, fiskeldið og inn- og útflutningur. Um 110 starfsmenn eru í vinnu hjá MAST.
Þorleifur hefur skrifað greinar um sjókvíaeldi í fjölmiðla hér á landi þar sem hann mælir með slíku laxeldi. Heimildir blaðsins herma að tilkynningin um ráðninguna á Þorleifi hafi vakið athygli innan MAST vegna skrifa hans um laxeldi í gegnum tíðina. Ráðningin hefur ekki verið tilkynnt opinberlega.
Laxeldi í sjókvíum er orðið mjög umdeilt á Íslandi í kjölfar umhverfisslysa, lúsasmits og slysasleppingar, í fyrra. Fyrstu mótmælin gegn sjókvíaeldi hér á landi fóru fram hér á landi í fyrrahaust en þau voru skipulögð af …
Farsæl fyrir eigendurna. En ekki fyrir þá sem hafa misst viðurværi sitt, t.d. krabbaveiðimenn sem hafa veitt á svæðum kringum eldið. Þar hefur allt botnlíf drepist í margra míla radíus í kring. Krabbinn er dýr vara og krabbaveiðimennirnir lifðu góðu lífi fyrir tíma eldisins. Fyrir þá sem lesa norsku þá er nóg af svipuðum sögum í norskum fjölmiðlum.
Þær greinar sem ég hef lesið eftir Þorleif hafa fyrst og fremst verið með hagsmuni eldisins í hug.
Orðspor MAST mátti ekki við þessu í ofanálag við fyrri reynslu.