Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- mannvirkjastofnunar er birt athyglisverð greining stöðu húsnæðislánamarkaðsins og breytinga vænta megi á honum á næstu mánuðum.
Heildarútlán til heimila landsins nema samtals um 2.604 milljörðum króna, samkvæmt gögnum Seðlabankans frá því í febrúar. Þar af eru 1.390 milljarðar í formi verðtryggðra lána og restin, lán að andvirði 1.214 milljörðum króna bera óverðtryggða vexti.
Há verðbólga verðbólga og vaxtahækkanir Seðlabankans hafa leitt af sér örar breytingar á samsetningu útlána til heimila landsins. Áður en að Seðlabankinn hóf að hækka vexti voru meirihluti heimila landsins með óverðtryggð lán, sem var í sögulegu samhengi óvenjuleg staða.
Nú hafa flest heimili snúið aftur í verðtryggð lán og gerir HMS ráð fyrir að sú þróun muni halda áfram á þessu ári og fram á það næsta.
Vextir losna á lánum að andvirði 676 milljarða króna
Í skýrslu HMS kemur fram að af þeim 1.214 milljörðum króna af óverðtryggðum heimilanna eru 538 milljarðar á breytilegum vöxtum. Greiðslubyrði slíkra lána hefur hækkað samfellt frá miðju ári 2021 þegar vextir voru í lágmarki og eru meðalvextir nú um 10,9 prósent samkvæmt Fjármálastöðugleikariti Seðlabanka Íslands.
Enn sem komið eru um 676 milljarðar króna af óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum. Samkvæmt gögnum Seðlabankans voru vegnir meðalvextir af slíkum lánum 4,5 prósent á fyrri hluta þessa árs.
Í mánaðarskýrslu HMS segir að frá og með júlí á þessu ári og til ágúst 2025 mun stór hluti þessara lána, um 410 milljarðar króna, koma til endurskoðunar.
Á þessu rúma ári mun greiðslubyrði þessara lána meira en tvöfaldast og telja skýrsluhöfundar HMS að margir úr þessum hópi lántakenda munu færa sig yfir í verðtryggð lán. Að því gefnu að stýrivextir haldist háir yfir tímabilið sem um ræðir.
Óljóst er hvenær Seðlabankinn muni hefja að lækka vexti. Margir urðu fyrir vonbrigðum með ákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabankans í mars um að halda vöxtum óbreyttum. Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar bankans kom fram að verðbólga væri enn vel yfir væntingum.
Þrátt fyrir að undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði hafi dregið úr óvissu, taldi nefndin að spennu í þjóðarbúinu og aðgerðir í ríkisfjármálum vera mikla óvissuþætti. Þessir þættir gætu leitt til aukinnar eftirspurnar og viðhaldið verðbólguþrýstingnum. Næsti fundur Peningastefnunefndar er dagsettur 8. maí.
Athugasemdir