Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tók ákvörðun um að halda meginvöxtum bankans óbreyttum á síðasta fundi í mars. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun spáir áframhaldandi flótta yfir verðtryggð lán á næstu misserum. Mynd: Golli

Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- mannvirkjastofnunar er birt athyglisverð greining stöðu húsnæðislánamarkaðsins og breytinga vænta megi á honum á næstu mánuðum.

Heildarútlán til heimila landsins nema samtals um 2.604 milljörðum króna, samkvæmt gögnum Seðlabankans frá því í febrúar. Þar af eru 1.390 milljarðar í formi verðtryggðra lána og restin, lán að andvirði 1.214 milljörðum króna bera óverðtryggða vexti.

Há verðbólga verðbólga og vaxtahækkanir Seðlabankans hafa leitt af sér örar breytingar á samsetningu útlána til heimila landsins. Áður en að Seðlabankinn hóf að hækka vexti voru meirihluti heimila landsins með óverðtryggð lán, sem var í sögulegu samhengi óvenjuleg staða.

Nú hafa flest heimili snúið aftur í verðtryggð lán og gerir HMS ráð fyrir að sú þróun muni halda áfram á þessu ári og fram á það næsta. 

Vextir losna á lánum að andvirði 676 milljarða króna 

Í skýrslu HMS kemur fram að af þeim 1.214 milljörðum króna af óverðtryggðum heimilanna eru 538 milljarðar á breytilegum vöxtum. Greiðslubyrði slíkra lána hefur hækkað samfellt frá miðju ári 2021 þegar vextir voru í lágmarki og eru meðalvextir nú um 10,9 prósent samkvæmt Fjármálastöðugleikariti Seðlabanka Íslands.

Enn sem komið eru um 676 milljarðar króna af óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum. Samkvæmt gögnum Seðlabankans voru vegnir meðalvextir af slíkum lánum 4,5 prósent á fyrri hluta þessa árs. 

Í mánaðarskýrslu HMS segir að frá og með júlí á þessu ári og til ágúst 2025 mun stór hluti þessara lána, um 410 milljarðar króna, koma til endurskoðunar.

Á þessu rúma ári mun greiðslubyrði þessara lána meira en tvöfaldast og telja skýrsluhöfundar HMS að margir úr þessum hópi lántakenda munu færa sig yfir í verðtryggð lán. Að því gefnu að stýrivextir haldist háir yfir tímabilið sem um ræðir. 

Óljóst er hvenær Seðlabankinn muni hefja að lækka vexti. Margir urðu fyrir vonbrigðum með ákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabankans í mars um að halda vöxtum óbreyttum. Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar bankans kom fram að verðbólga væri enn vel yfir væntingum.

Þrátt fyrir að undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði hafi dregið úr óvissu, taldi nefndin að spennu í þjóðarbúinu og aðgerðir í ríkisfjármálum vera mikla óvissuþætti. Þessir þættir gætu leitt til aukinnar eftirspurnar og viðhaldið verðbólguþrýstingnum. Næsti fundur Peningastefnunefndar er dagsettur 8. maí. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár