Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Barist í bökkum velferðarsamfélags

Í Pressu verð­ur fjall­að um versn­andi fjár­hags­stöðu fjölda heim­ila á Ís­landi og hvað sé til ráða. Ýms­ar kann­an­ir hafa að und­an­förnu sýnt að byrð­ar fjölda fólks hafa þyngst. Þannig eiga fjög­ur af hverj­um tíu sem eru á vinnu­mark­aði erfitt með að ná end­um sam­an og tveir af hverj­um tíu ör­yrkj­um búa við veru­leg­an efn­is­leg­an skort eða sára­fá­tækt.

Barist í bökkum velferðarsamfélags

Í vikunni voru birtar niðurstöður tveggja kannana sem sýna að byrðar ýmissa þjóðfélagshópa eru að þyngjast. Í  mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var á dögunum kemur meðal annars fram að leiguverð hafi hækkað hratt umfram almennt verðlag. Þá segir í könnun sem Maskína gerði fyrir Viðreisn að verðbólga og háir vextir hafi mikil eða mjög mikil áhrif á heimilisbókhaldið hjá 70% þjóðarinnar. 

Kannanir Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, hafa einnig sýnt að það fjölgar hægt og bítandi í hópi þeirra sem berjast í bökkum. Í mars greindi Varða frá því að fjögur af hverjum tíu á vinnumarkaði eigi erfitt með að ná endum saman og að ellefu prósent launafólks búi við skort á efnislegum gæðum. Staða foreldra hafi versnað milli ára þannig að hærra hlutfall þeirra hafi ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín. 

Þá sýndu niðurstöður könnunar Vörðu á stöðu fatlaðs fólks að tæplega tveir af hverjum tíu þeirra búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt. Staða sem var verri í lok árs í fyrra en árið á undan.

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að greiðslum til örorkulífeyriskerfisins verði frestað til haustsins 2025.  Frestunin lækkar þær greiðslur sem öryrkjar hefðu annars fengið á næsta ári um 10,1 milljarð króna. 

Rætt verður um þessi mál í Pressu í hádeginu í dag, föstudag. Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar og Bryndís Haraldsdóttir frá Sjálfstæðisflokki, sem situr meðal annars í velferðarnefnd, setjast við umræðuborðið ásamt Kristínu Hebu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Vörðu, en hún mun fara yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir um stöðu launafólks og stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. 

Pressa er send út í beinni útsendingu alla föstudaga klukkan 12.00 á vefnum Heimildin.is 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár