Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Barist í bökkum velferðarsamfélags

Í Pressu verð­ur fjall­að um versn­andi fjár­hags­stöðu fjölda heim­ila á Ís­landi og hvað sé til ráða. Ýms­ar kann­an­ir hafa að und­an­förnu sýnt að byrð­ar fjölda fólks hafa þyngst. Þannig eiga fjög­ur af hverj­um tíu sem eru á vinnu­mark­aði erfitt með að ná end­um sam­an og tveir af hverj­um tíu ör­yrkj­um búa við veru­leg­an efn­is­leg­an skort eða sára­fá­tækt.

Barist í bökkum velferðarsamfélags

Í vikunni voru birtar niðurstöður tveggja kannana sem sýna að byrðar ýmissa þjóðfélagshópa eru að þyngjast. Í  mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var á dögunum kemur meðal annars fram að leiguverð hafi hækkað hratt umfram almennt verðlag. Þá segir í könnun sem Maskína gerði fyrir Viðreisn að verðbólga og háir vextir hafi mikil eða mjög mikil áhrif á heimilisbókhaldið hjá 70% þjóðarinnar. 

Kannanir Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, hafa einnig sýnt að það fjölgar hægt og bítandi í hópi þeirra sem berjast í bökkum. Í mars greindi Varða frá því að fjögur af hverjum tíu á vinnumarkaði eigi erfitt með að ná endum saman og að ellefu prósent launafólks búi við skort á efnislegum gæðum. Staða foreldra hafi versnað milli ára þannig að hærra hlutfall þeirra hafi ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín. 

Þá sýndu niðurstöður könnunar Vörðu á stöðu fatlaðs fólks að tæplega tveir af hverjum tíu þeirra búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt. Staða sem var verri í lok árs í fyrra en árið á undan.

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að greiðslum til örorkulífeyriskerfisins verði frestað til haustsins 2025.  Frestunin lækkar þær greiðslur sem öryrkjar hefðu annars fengið á næsta ári um 10,1 milljarð króna. 

Rætt verður um þessi mál í Pressu í hádeginu í dag, föstudag. Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar og Bryndís Haraldsdóttir frá Sjálfstæðisflokki, sem situr meðal annars í velferðarnefnd, setjast við umræðuborðið ásamt Kristínu Hebu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Vörðu, en hún mun fara yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir um stöðu launafólks og stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. 

Pressa er send út í beinni útsendingu alla föstudaga klukkan 12.00 á vefnum Heimildin.is 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár