Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.

Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
Segja frumvarpið eins og samið af hagsmunaðilum Nátturverndarsamtök Íslands segja frumvarp matvælaráðherra, sem nú er Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir, vera eins og það sé samið af hagsmunaðilum í sjókvíaeldi. Frumvarpið felur meðal annars í sér ótímabbundið eignarhald á kvóta í sjókvíaeldi. Mynd: Golli

Ríkisstjórnin vill gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum landsins kvóta í laxeldi við Íslandsstrendur um aldur og ævi. Þetta kemur fram í nýju frumvarpi matvælaráðherra, sem í dag er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, og er nú til umræðu á Alþingi. Um er að ræða grundvallarbreytingu á fyrirkomulagi sjókvíaeldis hér við land en hingað til hafa rekstrarleyfin í þessum iðnaði verið tímabundin í 16 ár. Frumvarpið var unnið í tíð Svandísar Svavarsdóttur í matvælaráðuneytinu en eftir að ný ríkisstjórn var skipuð tók hún við innviðaráðuneytinu. 

Þetta ákvæði hefur verið í drögunum að frumvarpinu allan tímann og hefur hingað til staðið óbreytt í gegnum athugasemdaferli í samráðsgátt stjórnvalda. Nær engin umræða hefur verið um þetta ákvæði laganna sem fram kemur í 33. grein frumvarpsins. Orðrétt segir í því: „Ótímabundin rekstrarleyfi. Uppfylli rekstrarleyfishafi öll skilyrði laga þessara og reglna settra með stoð í þeim skal rekstrarleyfi til sjókvíaeldis vera ótímabundið. Rekstrarleyfi skulu sæta breytingum samkvæmt lögum …

Kjósa
65
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (10)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Siðblindan smitar út frá sér.
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Hvar eru múturnar ? Jú þær eru í kosningasjóðum ráðherra/þingmanna og bæjarfulltrúa.
    1
  • TF
    Tryggvi Felixson skrifaði
    Ótrúlegt og óskiljanlegt að veita ótímabundin leyfi til að nýta firðina fyrir fiskeldi, verulega umhverfisspillandi atvinnugrein. Vonandi kemur Alþingi í veg fyrir þessi áform ráðherra VG.
    3
  • TT
    Týr Thorarinsson skrifaði
    Hvað er að þessu stjórnmálafólki sem einhver kaus?
    2
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það er enn og aftur sárt að horfa á grunnreglur um þjóðareign brotnar af þeim sem höfðu þær að leiðarljósi.
    4
  • Asmundur Richardsson skrifaði
    Er ekkert hægt að læra af reynslu nágrannaríkja? Þurfum við alltaf að henda okkur sjálfum út í reynslupoll þeirra því aðstæður okkar eru svo sérstakar? Staðfesta rannsóknir og uppákomur síðasta árs það?
    2
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    VG virðist vera í hægfara HARAKIRI
    4
  • Gerdur Palmadottir skrifaði
    Hefur Katrín Jak tekið þetta mál fyrir á Alþingi - og borið fram tillögu þess efnis að ekki verði hægt að einkavæða náttúruauðlindir landsins, sem þjóðin ein hefur sameiginlegan nýtingarétt á. Landið á sig sjálft, og það þarf að staðfestast.
    2
  • Siggi Rey skrifaði
    Ekki gæfulegur þessi vesalings matvælaráðherra!
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár