Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Guðlaugur tjáir sig um Venesúela: „Þessar fullyrðingar eru kolrangar“

Fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir full­yrð­ing­ar um að hann hafi kom­ið að ákvörð­un um að veita nán­ast öll­um Venesúela­bú­um vernd hér á landi um tíma séu kolrang­ar. Hann velt­ir því fyr­ir sér hvort ásetn­ing­ur liggi að baki sögu­sögn­un­um.

Guðlaugur tjáir sig um Venesúela: „Þessar fullyrðingar eru kolrangar“
Ráðherra „Það er ekki annað hægt en að velta vöngum yfir því hvort einfaldlega sé um að ræða misskilning eða hvort ásetningur liggi að baki“, skrifar Guðlaugur Þór. Mynd: Stundin

Guðlaugur Þór Þórðarson, núverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir fullyrðingar um að hann hafi komið að ákvörðun um að veita nánast öllum Venesúelabúum vernd hér á landi um tíma kolrangar. 

Kornið sem virðist hafa fyllt mæli Guðlaugs var þegar þáttastjórnandi Vikulokanna í Ríkisútvarpinu „hélt þessu fram fullum fetum án mótmæla eða athugasemda frá viðmælendum í febrúar síðastliðnum.“

Guðlaugur skrifar pistil um málið í Morgunblaðinu í dag og bendir á að fólk úr öllum áttum hafi haldið þessu fram, þar á meðal blaðamaðurinn Andrés Magnússon sem starfar hjá Morgunblaðinu. 

„Fullyrðingin kom sömuleiðis fram í vinsælum hlaðvarpsþætti og nú nýlega birtist fullyrðingin á prenti í Viðskiptablaðinu: „Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað af einhverjum óskiljanlegum ástæðum að opna landið fyrir fólki frá Venesúela…“,“ skrifar Guðlaugur og segir umræddar fullyrðingar „kolrangar“ þar sem útlendingamálin hafi ekki verið á hans könnu sem utanríkisráðherra. 

„Þrátt fyrir þessa staðreynd flýgur sagan áfram og upplýsingaóreiðan eykst þar sem einn endurtekur ummæli annars. Það er ekki annað hægt en að velta vöngum yfir því hvort einfaldlega sé um að ræða misskilning eða hvort ásetningur liggi að baki þeirri undarlegu og röngu söguskýringu að utanríkisráðherra beri ábyrgð á ákvörðun sjálfstæðrar stjórnsýslunefndar á málefnasviði dómsmálaráðuneytisins um aukna vernd íbúa Venesúela.“

Baksagan

Það var Þorsteinn Gunnarsson, þáverandi settur forstjóri Útlendingastofnunar, sem tilkynnti í nóvember 2019 að allir Venesúelabúar sem hefðu sótt um vernd hér á landi það ár hefðu fengið hæli vegna ástandsins í Venesúela – óðaverðbólgu og upplausnar í stjórnmálum landsins. Fyrstu ákvarðanirnar um veitingu viðbótarverndar til ríkisborgara Venesúela höfðu þó aftur á móti verið teknar af Útlendingastofnun árið 2018, þegar núverandi forstjóri stofnunarinnar, Kristín Völundardóttir, var forstjóri. 

Í byrjun 2019 hafði Guðlaugur Þór sent utanríkismálanefnd Alþingis minnisblað um ástandið í Venesúela þar sem ráðuneytið fór yfir ástandið í Venesúela. Stjórnmálaástandið var sagt í ólestri. 

„Óstjórn, misheppnuð hugmyndafræði byggð á arfleifð Hugo Chavez og flokks Chavista, og ofbeldi núverandi forseta, Nicolas Maduro, hefur valdið því að efnahagskerfi landsins er með öllu hrunið“, segir í minnisblaðinu. 

Nokkrum dögum eftir að minnisblaðið var skrifað lýsti Guðlaugur Þór því yfir að Ísland styddi Juan Guiadó, þáverandi leiðtoga venesúelsku stjórnarandstöðunnar, rétt eins og stjórnvöld víðar höfðu gert í kjölfar ákvörðunar bandarískra stjórnvalda um slíkt hið sama. Nú hafa ríkin dregið stuðning sinn til Guaidó til baka, enda missti hann embætti sitt sem forseti þjóðþings Venesúela í desember árið 2020. 

Heimildin fjallaði um svar Útlendingastofnunar vegna Venesúela ákvörðunarinnar í marsmánuði síðastliðnum. Í svari stofnunarinnar sagði að ákvörðunin hefði ekki verið pólitísk.

„Hvorki dómsmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið né ráðherrar þessara ráðuneyta hafa aðkomu að afgreiðslu umsókna um vernd,“ sagði í svari stofnunarinnar.  

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • David Olafson skrifaði
    tad er ekki verid ad bjóda fólki frá vensúela hingad til lands í okkar bodi Hvar á tetta fólk ad búa hver á ad borga matinn og allt uppihald td húsnædi Gjøld í strædó á ásbrú fellu nidur fyrir tetta fólk en ekki fyrir skít blanka íslendinga tar sem børn úr ásbrú turftu ad sækja skóla í keflavík eda njardvík Af hverju tessi miskipting íslendingar turftu ad borga en ekki sudur ameríku kanar Og hvad um tungumálid spænska Svo er tetta fólk hund fúlt med alla adstødu á ásbrú Selur allt til ad komast í annad land á betl Eru evrópu lønd í ábyrgd fyrir sudur ameríku eda skandinafía Næst koma kínverjar á betlid en stoppa stutt vid í ádbrú Henda bara øllum pappanum af sjónvørpunum út um gluggan eins og gert var tarna og koma ser í sólina med sýnar bætur Tetta eru ekki flóttafólk undan strídi tetta er flóttafólk undan leti og flest af tessu lidi eru ad nota dóp eins og engin se morgundagurinn tad er engin vogur í venúsavela og engir alkar tar drekkur bara fólk og dópar of fara svo í betlferdir til nordulandana
    0
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Já þessi grein er jafn loðin og röklaus og afneitun Guðlaugs Þórs, eins pólitísk og hugsast getur, allir saklausir🤪
    0
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Þessi grein skilur lesandann eftir án þess að svara rannsóknarspurningunni. Eða þýðir þetta að ráðherrar allir eru saklausir en einn embættismaður hjá útlendingastofnun er ábyrgur fyrir málinu í heild sinni?
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
„Ég sé enga von í landinu mínu“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í land­inu mínu“

Manu­el Al­ej­andro Palencia er einn af þeim 800 venesú­elsku hæl­is­leit­end­um sem bíð­ur nið­ur­stöðu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála um hæl­is­um­sókn sína. Manu­el kveið nið­ur­stöð­um sögu­legra for­seta­kosn­inga í Venesúela sem voru kunn­gjörð­ar á mánu­dag: Nicolas Maduro, sem gjarn­an hef­ur ver­ið kall­að­ur ein­ræð­is­herra, hélt völd­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Hafa ekki fengið lendingarleyfi: „Bíðum enn með tilbúnar ferðatöskur”
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Hafa ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi: „Bíð­um enn með til­bún­ar ferða­tösk­ur”

Flug­vél sem átti að flytja venesú­elska hæl­is­leit­end­ur úr landi í lok fe­brú­ar er enn ekki far­in af stað. Sum­ir hæl­is­leit­end­anna voru þeg­ar bún­ir að pakka í tösk­ur og til­bún­ir að yf­ir­gefa land­ið þeg­ar í ljós kom að Út­lend­inga­stofn­un hefði ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi. Þeir lifa nú í bið­stöðu en í Venesúela gæti beð­ið þeirra sól­ar­hrings varð­hald.

Mest lesið

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.
Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“
6
FréttirJólin

Alls kon­ar fólk sem þarf að­stoð: „Það get­ur eitt­hvað kom­ið fyr­ir hjá öll­um“

Fjöl­breytt­ur hóp­ur sæk­ir matarað­stoð fyr­ir jól­in en út­lit er fyr­ir að svip­að marg­ir þurfi á slíkri að­stoð að halda í ár og í fyrra, um 4.000 heim­ili ef lit­ið er til að­stoð­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar. Há leiga eða há­ar af­borg­an­ir eru að sliga marga sem þurfa að sækja sér að­stoð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár