Skelfingarnar í Mið-Austurlöndum færast bara í aukana og þegar þetta er skrifað í upphafi vikunnar er jafnvel talin hætta á alvöru stríðsátökum milli Ísraela og Írana.
Það væru vægast sagt ekki góð tíðindi, þótt væntanlega yrði fyrst og fremst barist með flugvélum, eldflaugum og drónum þar eð nærri 1.000 kílómetrar eru milli landanna og engar líkur á að Írak, Sýrland eða Tyrkland leyfðu skriðdrekum hinna hugsanlegu stríðsþjóða að fara um héruð sín.
Það er eins gott fyrir Ísrael að ekki yrði barist á landi, því ef Íranir tækju upp á því að berjast eins og Rússar – það er að segja að henda alltaf fleiri og fleiri hermönnum á vígvöllinn án þess að hirða þó mannfallið sé ægilegt, því alltaf má fá fleiri dáta í skörð þeirra sem falla – þá yrðu Ísraelar fljótir að tapa, þrátt fyrir fullkomnari vopn, því Íranir eru nærri 9 sinnum fleiri en Ísraelar.
Nú, þeir gerðu akkúrat þetta í stríðinu gegn Irak 1980 - 1988.
Hvaða tilgangi þjónar þessi athugasemd? Ertu að gefa í skyn að Úkraínumenn geti unnið stríðið gegn Rússlandi? Það sjá allir heilvita menn að það er ekki raunhæfur möguleiki. Þessi grein er bara stríðsáróður og ekkert annað. Það er frekar auðvelt að sjá hver er tilgangurinn að baki þessari grein. Þetta er ekki mjög fágaður áróður skulum við segja:
"ef Íranir tækju upp á því að berjast eins og Rússar – það er að segja að henda alltaf fleiri og fleiri hermönnum á vígvöllinn án þess að hirða þó mannfallið sé ægilegt"
Já, Íranir eru greinilega svona ósiðmenntaðir villimenn, sem er ekki umhugað um mannlegt líf, eins og vondu ljótu óvinir okkar í Rússlandi? Það vantar bara fyrir Illuga að segja að Íran og Rússland tilheyri "Axis of Evil" og þá væri þetta fullkomið hjá honum. Hann er farinn að hljóma eins og George W. Bush.