Sigríður Hrund Pétursdóttir steig fyrst fram þeirra forsetaframbjóðenda sem enn eru staðráðnir í að komast á kjörseðla landsmanna þann 1. júní næstkomandi. Hún á þó á brattan að sækja, samkvæmt nýjustu fylgismælingu Prósents sem Morgunblaðið birti í vikunni, en þar mældist fylgi hennar einungis 0,1%.
Samt stendur hún keik og heldur áfram að safna undirskriftum. Hana vantar um 500 slíkar, en alls þurfa frambjóðendur að safna 1.500 undirskriftum ætli þeir sér að ná á kjörseðilinn.
„Þú getur sagt að ég sé draumóramanneskja en ég er ekki sú eina“, skrifar Sigríður Hrund á ensku á samfélagsmiðlinum Linkedin og vísar í lag John Lennons Imagine: „You may say I'm a dreamer, but I'm not the only one“.
Með færslunni deildi Sigríður Hrund viðtali sem birtist á vef bandaríska fjölmiðilsins NBC í Washington í síðustu viku. Viðtalið er birt með merki sem segir „Kostað“ og fyrirvara: „Eftirfarandi efni kemur frá Global Group Media …
Athugasemdir