Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Kapítalismi án samkeppni er arðrán“

Í nítj­ánda þætti Pressu komu for­svars­menn Neyt­enda­sam­tak­anna, VR og Fé­lags at­vinnu­rek­anda til þess að ræða ný­leg­ar laga­breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um og stöðu sam­keppn­is­mála hér á landi al­mennt. Þá ræddu for­menn­irn­ir einnig ný­lega skýrslu um ólög­legt verð­sam­ráð skipa­fé­lag­anna og hugs­an­leg­ar lög­sókn­ir vegna sam­keppn­is­brot­anna.

Samkeppnis-tríóið, svonefnda hugnast ekki nýlegar breytingar á búvörulögum og segja nýlega skýrslu um ólöglegt verðsamráð skipafélaganna sýna fram á þann mikla samfélagslega kostnað sem einokun og samráð hefur í för með sér.

Í nítjánda þætti Pressu voru nýsamþykktar breytingar á búvörulögum og staða samkeppnismála á Íslandi teknar til umræðu. Til leiks mættu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Þrátt fyrir að vera gjarnan á öndverðu meiði gagnvart ýmsum málaflokkum voru viðmælendurnir þrír allir sammála um að víða væri pottur brotinn í samkeppnismálum hér á landi og sjónarmið um eðlilega samkeppni víða á undanhaldi á íslenskum mörkuðum.

Nýlega samþykktar breytingar á búvörulögum væru til marks um það. Þar væri verið að færa verið að færa örfáum stórum fyrirtækjum víðtækar heimildir til þess að skipta markaðnum upp á milli sín og koma sér saman um kaup- og söluverð á afurðum.  

Í þættinum vitnaði Breki Karlsson í ummæli sem Joe Biden Bandaríkjaforseta sem sagði að „kapítalismi án samkeppni væri arðrán.“

Undirbúa málsóknir á hendur skipafélaganna

Viðmælendurnir voru …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár