Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Tónskáld, tónsmíðanemar og kórsöngvarar fagna 50 ára afmæli Hljómeykis

Fyr­ir 50 ár­um lang­aði nokkra fé­laga úr Pólý­fón­kórn­um að syngja ör­lít­ið öðru­vísi tónlist en stóri kór­inn var að vinna með. Afrakst­ur­inn er söng­hóp­ur­inn Hljó­meyki, sem fagn­ar hálfr­ar ald­ar af­mæli um helg­ina með af­mælis­tón­leik­um í Hall­gríms­kirkju.

Tónskáld, tónsmíðanemar og kórsöngvarar fagna 50 ára afmæli Hljómeykis
Kóræfing Hljómeyki á æfingu í vikunni fyrir afmælistónleikana sem fram far aí Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag. Mynd: Golli

Sönghópurinn Hljómeyki hefur verið starfandi nær samfleytt í 50 ár og efnir til afmælistónleika af því tilefni á sunnudag. Sönghópurinn Hljómeyki var stofnaður árið 1974. Hópurinn skipaði sér þegar í fremstu röð íslenskra kóra og hefur á þeim áratugum sem liðnir eru flutt ógrynni verka af margvíslegu tagi – allt frá fjölradda kórtónlist endurreisnarinnar, yfir í stór verk með sinfóníuhljómsveitum og allt til íslenskrar rokktónlistar samtímans. 

Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld var tíu ára þegar kórinn var stofnaður. Hún hefur sungið með Hljómeyki í 38 ár og verið formaður kórsins í rúman áratug. Geri aðrir betur. Kórinn var stofnaður af nokkrum félögum úr Pólýfónkórnum sem langaði til að syngja örlítið öðruvísi tónlist en stóri kórinn var að vinna með. Hópurinn starfaði undir stjórn Ruthar Little Magnússon fyrstu árin. „Foreldrar mínir, systir mömmu og maðurinn hennar og tannlæknirinn hennar, þetta var svona fjölskyldufyrirtæki,“ segir Hildigunnur. Fjölskyldan hefur haldið tryggð við kórinn og nú syngja tvö af þremur börnum Hildigunnar einnig með kórnum.

SöngurSönghópurinn Hljómeyki var stofnaður fyrir hálfri öld.

Hljómeyki hefur pantað og frumflutt mikinn fjölda tónverka, bæði íslensk og erlend, og hafa mörg þeirra verka ratað á efnisskrár bæði íslenskra og erlendra kóra. „Við erum örugglega sá kór, fyrir utan Hamrahlíðarkórana, sem hefur frumflutt flest íslensk tónverk,“ segir Hildigunnur, en kórinn hefur til að mynda flutt tónverk eftir hana. Það getur verið auðmýkjandi að hennar sögn. „Maður áttar sig kannski ekki á að eitthvað sem ég hélt að væri ekkert mál var kannski aðeins erfiðara. Úps,“ segir Hildigunnur og hlær. Það ætti hins vegar ekki að koma að sök þar sem mörg tónskáld hafa sungið með kórnum í gegnum tíðina. Hljómeyki hefur meira að segja haldið tónleika undir yfirskriftinni Tónskáldin í kórnum, oftar en einu sinni. Akkúrat núna eru sex tónskáld í kórnum og tveir tónsmíðanemar. Af 26 sem skipa kórinn þessa stundina.  

Erla Rut Káradóttir hefur verið stjórnandi Hljómeykis frá haustinu 2022. Á efnisskrá afmælistónleikanna á sunnudag má finna úrval af þeim verkum sem hafa verið samin fyrir hópinn og/eða verið frumflutt af honum. Það var ekki auðvelt verk að velja enda hafa flest helstu tónskáld Íslendinga samið verk fyrir kórinn. Flutt verða meðal annars verk eftir Jón Nordal, Þorkel Sigurbjörnsson, Báru Grímsdóttur, Önnu Þorvaldsdóttur auk margra fleiri. Auk þessa mun kórinn halda upp á afmælið með samsöngstónleikum með þjóðlegu ívafi í Dómkirkjunni 17. júní. Þar verða meðal annars frumfluttar tvær þjóðlagaútsetningar Hafliða Hallgrímssonar sem hann tileinkar kórnum.

Ljósmyndari Heimildarinnar leit við á æfingu Hljómeykis í vikunni þegar undirbúningur fyrir afmælistónleikana var í fullum gangi: 

StjórnandiErla Rut Káradóttir er stjórnandi Hljómeykis.
MæðgurHildigunnur Rúnarsdóttir og dóttir hennar Freyja, hlið við hlið, í sópraninum.
Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu