Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Tónskáld, tónsmíðanemar og kórsöngvarar fagna 50 ára afmæli Hljómeykis

Fyr­ir 50 ár­um lang­aði nokkra fé­laga úr Pólý­fón­kórn­um að syngja ör­lít­ið öðru­vísi tónlist en stóri kór­inn var að vinna með. Afrakst­ur­inn er söng­hóp­ur­inn Hljó­meyki, sem fagn­ar hálfr­ar ald­ar af­mæli um helg­ina með af­mælis­tón­leik­um í Hall­gríms­kirkju.

Tónskáld, tónsmíðanemar og kórsöngvarar fagna 50 ára afmæli Hljómeykis
Kóræfing Hljómeyki á æfingu í vikunni fyrir afmælistónleikana sem fram far aí Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag. Mynd: Golli

Sönghópurinn Hljómeyki hefur verið starfandi nær samfleytt í 50 ár og efnir til afmælistónleika af því tilefni á sunnudag. Sönghópurinn Hljómeyki var stofnaður árið 1974. Hópurinn skipaði sér þegar í fremstu röð íslenskra kóra og hefur á þeim áratugum sem liðnir eru flutt ógrynni verka af margvíslegu tagi – allt frá fjölradda kórtónlist endurreisnarinnar, yfir í stór verk með sinfóníuhljómsveitum og allt til íslenskrar rokktónlistar samtímans. 

Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld var tíu ára þegar kórinn var stofnaður. Hún hefur sungið með Hljómeyki í 38 ár og verið formaður kórsins í rúman áratug. Geri aðrir betur. Kórinn var stofnaður af nokkrum félögum úr Pólýfónkórnum sem langaði til að syngja örlítið öðruvísi tónlist en stóri kórinn var að vinna með. Hópurinn starfaði undir stjórn Ruthar Little Magnússon fyrstu árin. „Foreldrar mínir, systir mömmu og maðurinn hennar og tannlæknirinn hennar, þetta var svona fjölskyldufyrirtæki,“ segir Hildigunnur. Fjölskyldan hefur haldið tryggð við kórinn og nú syngja tvö af þremur börnum Hildigunnar einnig með kórnum.

SöngurSönghópurinn Hljómeyki var stofnaður fyrir hálfri öld.

Hljómeyki hefur pantað og frumflutt mikinn fjölda tónverka, bæði íslensk og erlend, og hafa mörg þeirra verka ratað á efnisskrár bæði íslenskra og erlendra kóra. „Við erum örugglega sá kór, fyrir utan Hamrahlíðarkórana, sem hefur frumflutt flest íslensk tónverk,“ segir Hildigunnur, en kórinn hefur til að mynda flutt tónverk eftir hana. Það getur verið auðmýkjandi að hennar sögn. „Maður áttar sig kannski ekki á að eitthvað sem ég hélt að væri ekkert mál var kannski aðeins erfiðara. Úps,“ segir Hildigunnur og hlær. Það ætti hins vegar ekki að koma að sök þar sem mörg tónskáld hafa sungið með kórnum í gegnum tíðina. Hljómeyki hefur meira að segja haldið tónleika undir yfirskriftinni Tónskáldin í kórnum, oftar en einu sinni. Akkúrat núna eru sex tónskáld í kórnum og tveir tónsmíðanemar. Af 26 sem skipa kórinn þessa stundina.  

Erla Rut Káradóttir hefur verið stjórnandi Hljómeykis frá haustinu 2022. Á efnisskrá afmælistónleikanna á sunnudag má finna úrval af þeim verkum sem hafa verið samin fyrir hópinn og/eða verið frumflutt af honum. Það var ekki auðvelt verk að velja enda hafa flest helstu tónskáld Íslendinga samið verk fyrir kórinn. Flutt verða meðal annars verk eftir Jón Nordal, Þorkel Sigurbjörnsson, Báru Grímsdóttur, Önnu Þorvaldsdóttur auk margra fleiri. Auk þessa mun kórinn halda upp á afmælið með samsöngstónleikum með þjóðlegu ívafi í Dómkirkjunni 17. júní. Þar verða meðal annars frumfluttar tvær þjóðlagaútsetningar Hafliða Hallgrímssonar sem hann tileinkar kórnum.

Ljósmyndari Heimildarinnar leit við á æfingu Hljómeykis í vikunni þegar undirbúningur fyrir afmælistónleikana var í fullum gangi: 

StjórnandiErla Rut Káradóttir er stjórnandi Hljómeykis.
MæðgurHildigunnur Rúnarsdóttir og dóttir hennar Freyja, hlið við hlið, í sópraninum.
Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár