Sendiherrar og starfsmenn sendiráða ýmissa evrópskra ríkja í Bandaríkjunum keppast nú við að ná tali af eða fundum með Donald Trump eða nánasta teymi hans. Trump er talinn sigurstranglegur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem verða í nóvember á þessu ári.
Sendiherrar og erindrekar hafa átt ýmsa fundi undanfarið með fulltrúum Trumps á hótelum, einkaklúbbum, sendiráðum og einkaskrifstofum sem er ýmis lýst sem „tilfinningaríkum“ eða „óþægilegum“. Erindi fundanna virðist vera að leita innsýnar í stefnu Trumps gagnvart NATO og stríðinu í Úkraínu, en miklar áhyggjur eru af hvort tveggja meðal evrópskra yfirvalda.
Trump hefur verið digurbarkalegur í yfirlýsingum í kosningaherferð sinni og hótað að koma evrópskum samstarfsaðilum sínum í NATO ekki til varnar ef þau verða fyrir árás annars ríkis, eins og Rússlands, og sagst ætla að hvetja Rússa til að gera árás á þau ríki sem borga ekki sinn skerf til varnarmála. Óvíst er hvort um sé að ræða kúgunaraðferð …
Athugasemdir (1)