Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kveðst vera bjartsýnn á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.
Aðspurður hvort samstarfsflokkarnir hafi gert kröfu um að færa Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, yfir í innviðaráðuneytið segir Guðmundur það ekki vera svo.
„Nei það var ekki krafa frá þeim. Við vildum skipa svona í okkar rúmi,“ sagði Guðmundur og tók fram hann hafi ákveðið að fela Svandísi þau stóru og miklu verkefni sem ráðuneytið hefur umsjón yfir. Sagði Guðmundur að málaflokkar ráðuneytisins skipti Vinstri græna miklu máli og nefndi þar sérstaklega húsnæðis- og samgöngumál og borgarlínuna.
Þá segir Guðmundur Ingi að umdeilt sjávarútvegsfrumvarp matvælaráðherra hafi ekki ratað í viðræður samstarfsflokkanna sem hafa stóðu yfir um helgi.
„Nei það var ekki rætt sérstaklega. En þetta er auðvitað mál sem er ekki komið fyrir þingið,“ segir Guðmundur. Hann telur þó að nýr matvælaráðherra, …
Athugasemdir (2)