Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Guðmundur Ingi hefur fulla trú á áframhaldandi stjórnarsamstarfi

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, seg­ir í sam­tali við blaða­mann Heim­ild­ar­inn­ar hafa fulla trú á að áfram­hald­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starf muni ganga vel. Í sam­tali nefn­ir Guð­mund­ur Ingi mál á borð við heild­ar­stefnu rík­is­ins í út­lend­inga- og inn­flytj­enda­mál­um. Hann tel­ur Þessi dæmi sýna fram á getu sam­starfs­flokk­anna til þess að leysa mik­il­væg mál.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kveðst vera bjartsýnn á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 

Aðspurður hvort samstarfsflokkarnir hafi gert kröfu um að færa Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, yfir í innviðaráðuneytið segir Guðmundur það ekki vera svo. 

„Nei það var ekki krafa frá þeim. Við vildum skipa svona í okkar rúmi,“ sagði Guðmundur og tók fram hann hafi ákveðið að fela Svandísi þau stóru og miklu verkefni sem ráðuneytið hefur umsjón yfir. Sagði Guðmundur að málaflokkar ráðuneytisins skipti Vinstri græna miklu máli og nefndi þar sérstaklega húsnæðis- og samgöngumál og borgarlínuna.

Þá segir Guðmundur Ingi að umdeilt sjávarútvegsfrumvarp matvælaráðherra hafi ekki ratað í viðræður samstarfsflokkanna sem hafa stóðu yfir um helgi. 

„Nei það var ekki rætt sérstaklega. En þetta er auðvitað mál sem er ekki komið fyrir þingið,“ segir Guðmundur. Hann telur þó að nýr matvælaráðherra, …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BGH
    Bardur G Halldorsson skrifaði
    Það má fræðast mikið um þennan ágæta flokk í Babylon Berlín þáttaröðina.
    0
  • BGH
    Bardur G Halldorsson skrifaði
    Hafa menn ekkert velt því fyrir sér að VG minnir orðið mikið á flokk sem á milli 1920 og 1945 var mikill alþýðuvinuratturuverndarflokkur með afbrigðum og svo sósialiskur að hann átti mesta samleið með myrkasta afturhalds 20. aldar
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár