Hópur blaðamanna bíður um þessar mundir í hús Alþingis eftir því að tilkynnt verður um skipan nýrrar ríkisstjórnar. Sumir fjölmiðlamannana hafi í biðinni ákveðið að stytta sér stundir með því að tefla. Á sama tíma og fundað var um uppstokkun ríkisstjórnarinnar var hópur leikskólabarna frá leikskólanum Víðivöllum í Hafnafirði mættur í vettvangsferð að heimsækja Alþingi.
Landsmenn bíða nú eftir því að fá að vita hvernig áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins verðihhagað eftir að Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar úr embætti forsætisráðherra til þess að gefa kost á sér í forsetaframboð sem fram fer í sumar.
Óvíst er hver mun taka við embætti forsætisráðherra og hver úr röðum þingmanna Vinstri Grænna mun taka við ráðherrastóli í ríkisstjórninni. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í gærkvöldi áframhaldandi stjórnasamstarf.
Fregnir Morgunblaðisns herma að Bjarni Benediktsson muni taka við sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson muni færa sig yfir í fjármálaráðuneytið.
Sjö ár eru síðan Bjarni Benediktsson gegndi síðast embætti forsætisráðherra. Forsætisráðherra tíð endist þó aðeins í nokkra mánuði.
Ef þessi uppstilling reynist vera rétt þá verður Sigurður Ingi Jóhannsson fyrsti þingmaður Framsóknarflokksins til þess að gegna embætti fjármálaráðherra síðan 1979. Milli áranna 1978 og 1979 gegndi Tómas Árnason því embætti.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir