Katrín Jakobsdóttir ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. Þetta upplýsti hún í ávarpi sem hún birti á samfélagsmiðlum rétt í þessu.
Hún hefur óskað lausnar fyrir ráðuneyti sitt og hætta sem forsætisráðherra. Í ávarpinu sagði Katrín að hún hefði fyrir allnokkru ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu þingkosningum. Áfram brenni hún hins vegar fyrir því að vinna samfélaginu gagn og vil gera það áfram. „Að þeim sökum hef ég ákveðið að beiðast lausnar sem forsætisráðherra Íslands og gefa kost á mér í komandi forsetakosningum. Ég mun á komandi vikum ferðast um landið og vonandi hitta ykkur sem flest og ræða við ykkur um framtíðina, því ég trúi því að ég geti á þessum vettvangi verið íslenskri þjóð og samfélaginu öllu til gagns.“
Katrín er fædd 1. febrúar 1976, og er því nýlega orðin 48 ára gömul. Maki hennar er Gunnar Sigvaldason og þau eiga …
Verði hún forseti þá verður það fyrir tilstuðlan kjósenda sem skilgreina sig hægra megin á hinu pólitíska litrófi.
Vinstri kjósendur og sér í lagi sósíalistar munu ekki kjósa þennan svikara. Það er mín skoðun og spá.