Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Boð um bæjarstjórastólinn á hárréttum tíma

Pét­ur Mark­an, verð­andi bæj­ar­stjóri Hvera­gerð­is­bæj­ar, hef­ur ekki áhyggj­ur af sam­skipt­um við minni­hluta bæj­ar­stjórn­ar­inn­ar, en fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri, Geir Sveins­son, sagði far­ir sín­ar ekki slétt­ar af þeim. Pét­ur seg­ist spennt­ur fyr­ir kom­andi tím­um en ætl­ar ekki að flytja í bæ­inn í bili.

Boð um bæjarstjórastólinn á hárréttum tíma
Bæjarstjórinn „Viðveran og tengsl við íbúana skipta rosalega miklu máli,“ segir Pétur sem sér fram á að dvelja mikið í Hveragerði næstu tvö árin í það minnsta. Mynd: Hveragerðisbær

Komandi biskupskosningar þýddu að Pétur Georg Markan biskupsritari þyrfti mögulega að leita sér að nýrri vinnu. En vinnan kom til hans með símtali frá bæjarstjórn Hveragerðisbæjar í lok mars þar sem borin var undir hann ný staða, staða bæjarstjóra. 

„Nýr biskup velur sér biskupsritara svo það var kannski farið að spyrjast út að ég væri á lausu einhvern tímann á árinu,“ segir Pétur léttur í bragði. 

Forveri hans í bæjarstjórastólnum, Geir Sveinsson, sem einnig er þekktur fyrir afrek sín í handboltaheiminum, hætti eftir tvö ár í starfi. Í kjölfarið sagði hann farir sínar af samskiptum við minnihlutann, sem hefði skapað „eitrað umhverfi“, ekki sléttar. Geir hefði viljað klára þá vinnu sem hann hóf hjá bænum en sagði að hann og fulltrúar meirihlutans hefðu „ólíka sýn“ á hlutverk hans og því hafi starfslok verið það besta í stöðunni.

Aðspurður segist Pétur ekki hafa áhyggjur af því að lenda í sömu aðstæðum og að bæjarstjórnin sé vel mönnuð. Aftur á móti sé eðlilega tekist á innan sveitarstjórna um leiðir til betrumbóta. 

„Sveitarstjórnarmál eru nærsamskipti og í stjórnmálum eru þetta nærstjórnmál þannig að þegar stundum gustar er þetta mjög nálægt manni. Þá skiptir máli að hafa ástríðu fyrir sveitarstjórnarmálum, að hafa ástríðu fyrir rekstri sveitarfélaga og taka þetta ekki persónulega.“

Flytur ef hann heldur áfram eftir tímabilið

Pétur hefur reynslu af stjórn sveitarfélags en hann var sveitarstjóri Súðavíkurhrepps frá árinu 2014 til ársins 2019 og hyggst nýta þá reynslu í nýja starfinu, meðal annars hvað varðar samstarf á milli sveitarfélaga.

„Þetta er hálfgerð fjölskylda, Árborg og Ölfus eru bara náskyld sveitarfélög og það er mjög mikilvægt að það sé gott samstarf þarna á milli,“ segir Pétur sem setur þó á oddinn áframhaldandi uppbyggingu í Hveragerði. 

„Núna er rífandi gangur í atvinnulífinu og íbúaþróun og náttúrlega heilmikil uppbygging sem sveitarfélagið stendur að í kringum þetta – leikskólar og skólar og íþróttamannvirki,“ segir Pétur.

„Umbótum fylgja alltaf átök. Það er eðli umbótanna.“
Pétur G. Markan
um starfið hjá Biskupsstofu

Hann hefur engin sérstök tengsl við Hveragerði, að frátöldum ísbíltúrum í Eden sem barn, en segist hafa fylgst vel með „ævintýralegum“ uppgangi í sveitarfélaginu þegar hann var sjálfur í Súðavík. Þar sem Pétur er nú ráðinn til tveggja ára, út kjörtímabilið eins og lög gera ráð fyrir, hyggst hann ekki flytja búferlum með fjölskylduna til Hveragerðis í bili.

„En ég myndi aldrei taka nýtt kjörtímabil nema að búa á svæðinu,“ segir Pétur, sem sér þó fram á að vera mikið á svæðinu frá fyrsta degi. Hans fyrsta verk þegar hann tekur við 2. maí verður að kynnast starfsfólki Hveragerðisbæjar og svo Hvergerðingum sjálfum.

„Ég hef ofurtrú á tengslum,“ segir Pétur, sem fer að pakka saman á Biskupsstofu. Verkefnin þar hafa verið af ýmsum toga og kirkjunnar fólk hefur tekist á um verk Agnesar M. Sigurðardóttur biskups.

Þið Agnes hafið ekki siglt alveg lygnan sæ?

„Umbótum fylgja alltaf átök. Það er eðli umbótanna,“ segir Pétur og nefnir t.a.m. gangskör í ofbeldismálum og aðskilnað ríkis og kirkju. „Þetta er fyrst og fremst umbótatíð sem ég er rosalega stoltur af að vera þátttakandi í að einhverju leyti.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnus Magnusson skrifaði
    Til hamingju með rétt ættarnafns, gersamlega óverskulduð forréttindi, nema síður sé. Aðrir sáu um sjálfstæðisbaráttuna.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár