Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íbúð í miðbænum gerð út fyrir 700 þúsund krónur á mánuði

Í vik­unni voru fimm her­bergi í íbúð í mið­bæn­um aug­lýst til leigu fyr­ir sam­tals 700.000 krón­ur á mán­uði. Mik­il að­sókn hef­ur ver­ið í þau að sögn leigu­sal­ans. En hann seg­ist hafa mið­að verð­ið við mark­að­inn. Formað­ur leigj­enda­sam­tak­anna seg­ir þetta grimmi­lega og mis­kunn­ar­lausa sjálf­töku.

Íbúð í miðbænum gerð út fyrir 700 þúsund krónur á mánuði
Formaður leigjendasamtakanna segir að engin bönd virðist halda húsaleigu. „Þetta er bara skelfileg, kerfisbundin og miskunnarlaus fjárkúgun. Þetta er ekkert annað.“ Mynd: Birgir Þór Harðarson

Ívikunni voru fimm herbergi í 155 fermetra íbúð á Fjólugötu auglýst til leigu. Samtals er leiguverðið fyrir íbúðina 700 þúsund krónur. Auglýsingarnar eru nú allar horfnar af auglýsingasíðunni og leigjendur því sennilega fundnir í öll herbergin.

Minnstu herbergin í íbúðinni eru 7 og 8 fermetrar á stærð. Uppsett verð er 130.000 krónur á mánuði fyrir það hvort um sig, auk 260.000 króna tryggingar. Þá kosta 10 og 11 fermetra herbergin 140.000 á mánuði. Stærsta herbergið er 17 fermetrar en uppsett leiguverð fyrir það eru 160.000 krónur. 

7 fermetrarHerbergi sem auglýst var á 130 þúsund krónur á mánuði í vikunni.

Mikil aðsókn þrátt fyrir verðið

Heimildin hafði samband við leigusalann og spurði hvernig verðin væru ákvörðuð. Hann sagði að þau hefðu reynt að átta sig á því hvert markaðsverðið væri með því að gúgla. „Við fórum bara dálítið blint í sjóinn. Settum einhver verð. Það voru sumir að …

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Það er eitt að leigja út herbergi annað að kaupa íbúðir á yfirverði og láta leigjendur borga lánin! Og væntanlega bara eitt baðherbergi fyrir þetta sambýli! Hér áður þurfti sérbað að fylgja leiguíbúðum til að sveitarfélög niðurgreiddu leigu. Þessar okurkytrur eru þá væntanlega án nokkurs leigustuðnings líka og ,,leigjendurnir" mega kannski ekki hafa lögheimili þarna heldur?
    5
  • LVL
    Lárus Viðar Lárusson skrifaði
    “Enn fremur væru 700 þúsund krónur ekki nægilega há upphæð til að standa undir mánaðarlegum útborgum af óverðtryggðu láni til 20 ára fyrir eignina.“

    Þessi hugsunarháttur, að húsnæði sé fjárfesting sem eigi að skila arði, þetta er stór hluti vandans. Leigjendur eiga ekki að niðurgreiða húsnæði eigandans heldur borga fyrir tímabundin afnot.
    15
    • HPE
      Helgi Páll Einarsson skrifaði
      Þessi framsetning er alveg svívirðileg. Það ættu að vera mjög háar kröfur um eigið fé fyrir kaup á íbúðarhúsnæði umfram það sem þú býrð í. Það að leigusalanum skuli detta í hug að réttlæta verðið með svona dæmi segir allt sem segja þarf um vandamálið — og þetta er vandamál sem væri mjög auðvelt að leysa.
      3
    • SÍF
      Sveinn í Felli skrifaði
      Eins og Helgi Páll segir, þá er þetta vandamál sem væri mjög auðvelt að leysa - ef pólitískur vilji væri fyrir hendi: Með örfáum einföldum pennastrikum væri gerð krafa um að allt útleiguhúsnæði umfram 1 aukaíbúð/herbergi hvers leigusala væri skráð sem atvinnuhúsnæði. Um atvinnuhúsnæði gilda aðrar reglur og gjöld, og þar með fara líka að gilda flokkar í deiliskipulagi og ákvarðanir sveitarfélaga um hvar þau vilja sjá t.d. skammtímaleigu.
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár