Þegar Kamilla var krakki tímdu foreldrar hennar aldrei að kaupa Stöð 2 – „eða kannski höfðu þau bara ekki trú á því fyrir börn,“ dæsir Kamilla.
„Þannig að páskarnir voru einu dagarnir sem við RÚV-krakkar gátum horft á sjónvarpið allan daginn. Við systurnar horfðum á allar biblíumyndirnar því RÚV sýndi þá langar, mjöööög langar myndir um þjáningu og upprisu Krists þessa daga. Við systur skildum aldrei alveg boðskapinn svo við fögnuðum mjög þegar Barrabas slapp. Lýðurinn valdi hann og við líka.“
Og þá berst talið að málfrelsinu: „Mér finnst að allir eigi að grínast rosalega með krossfestinguna þessa páska því við verðum að standa með málfrelsinu. Berglind Festival var með eitthvert grín þar sem hún dró kross um Smáralind. Hún má alveg grínast með þetta eins og hún vill. Prestshjón skrifuðu rosa grein og mættu í útvarpið til að gagnrýna þetta – og hvað …
Ekkert smá sem ég varð svo feginn þegar Þórhallur ruglaði fréttirnar á Stöð 2 líka 25 árum síðar, enda hvað í ósköpunum hafði ég að gera við 2 sett af sömu fréttum, bæði á RUV 1 og Stöð 2 ??
Einu skiptin sem ég verð fyrir áhrifum frá slíku er þegar Rás 1 hljóðnar 24.desember og svo annað kikk, þegar útvarpsþulur segir: Útvarp Reykjavík,Útvarp Reykjavík. Gleðileg jól!
Hlustaði á Rás 2 á meðan Guðni Henningsson var með jólahugvekju, en skipti yfir á eittuna hálf sex til að missa ekki af þögninni.
Ég ætla að skrifa það hjá mér að muna eftir að smíða kross fyrir næstu páska og gera meira grín en áður. Gæti gert þrjá og boðið fólki að hanga á þeim til skiptis😇