
Dæmi er um að verkefni sem hlaut listamannalaun í sex mánuði hafi leitt til meira en þriggja ársverka og 7,5 milljóna í skatttekjur, skrifar Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, í umsögn sinni um áformaðar breytingar á lögum um listamannalaun. Þannig hafi ríkið fengið listamannalaunin greidd til baka og miklu meira til. Þetta dæmi styður að sögn Ingibjargar þá áður framkomnu rannsóknarniðurstöðu að hver króna sem notuð sé til að styrkja menningu verði að rúmlega 9 krónum.
„Myndlist skapar umræðu og hreyfir við,“ skrifar Ingibjörg. „Endurspeglar líf og tilveru þjóðarinnar. Alvöru listir eru samfélaginu jafnmikilvægar og taugakerfið er mannslíkamanum.“
Athugasemdir