Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Þykkur blóðþefur yfir musterinu

Hvað gerð­ist á pásk­um? 1. grein. Sú næsta birt­ist á pásk­un­um á næsta ári, ef guð lof­ar.

Þykkur blóðþefur yfir musterinu
Matteus, 21. kapítuli, 12.-13. vers: „Þá gekk Jesús í helgidóminn og rak út alla sem voru að selja þar og kaupa, hratt um borðum víxlaranna og stólum dúfnasalanna og mælti við þá: „Ritað er: Hús mitt á að vera bænahús en þið gerið það að ræningjabæli.“

„Hvað gerðist á páskunum?“

Furðu margir virðast eiga erfitt með að svara þeirri spurningu. Þó er stutta svarið sáraeinfalt:

„Jesúa frá Nasaret var tekinn af lífi á krossi í Jerúsalem en fylgismenn sannfærðust síðan um að hann hefði risið upp frá dauðum.“

Og af því er síðan sprottin öll hin mikla saga.

Málið vandast hins vegar verulega þegar næst er spurt: „Hvers vegna var Jesúa krossfestur?“

(Tala nú ekki um sé áfram spurt: Hverjir stóðu fyrir því að Jesúa væri krossfestur? – en um það er ekki tóm til að fjalla hér og nú. Sjáum til með það á páskunum 2025.)

En það fer nefnilega furðu mikið milli mála hvers vegna Jesúa var krossfestur.

Eitt er þó alveg öruggt. Hann var EKKI krossfestur vegna síns kærleiksboðskapar eða af því hann kenndi að elska skaltu náungann. Slíkur boðskapur var ekki nýlunda heldur þvert á móti í margra munni þá eins og nú – þó misvel væri farið eftir þeim boðskap, þá líka eins og nú.

(Hann var næstum áreiðanlega heldur ekki krossfestur vegna þess að hann var málsvari kúgaðrar alþýðu gegn fíkinni yfirstétt, en sú spurning krefst þó meiri yfirlegu. Sjáum til með það 2026.)

Helgasta hátíð Gyðinga

Guðspjöllunum ber alls ekki saman um formlegar ástæður þess að Jesúa var handtekinn og líflátinn. Á milli línanna má þó lesa ýmislegt. Á páskum í Jerúsalem margfaldaðist íbúafjöldi borgarinnar þegar þangað flykktust tugþúsundir Gyðinga alls staðar að úr Mið-Austurlöndum og af Miðjarðarhafssvæðinu til að lofa guð.

Páskarnir voru jú helsta hátíð Gyðinga en þá var minnst hins meinta flótta frá Egiftalandi.

Ástandið í borginni var oft mjög viðkvæmt þá daga og vikur sem pílagrímarnir voru flestir og margir meintir og raunverulegir æsingamenn notuðu sér það til að láta að sér kveða.

Þar á meðal kom Jesúa frá Nasaret, prédikari úr Galíleu, með hóp fylgismanna sinna til hátíðarinnar. Þar voru bæði staður og stund til að kynna sinn boðskap.

Mikilvægi hátíðarinnar má meðal annars marka af því að EFTIR hina meintu upprisu breiddist hinn nýi kristindómur furðu fljótt út um Gyðingabyggðir við Miðjarðarhafið.

Það hefur áreiðanlega gerst ekki síst með trúboði heimsnúandi pílagríma sem höfðu kynnst hinu nýja fagnaðarerindi í Jerúsalem.

Af hverju var Jesúa handtekinn?

En það var seinna. Hér erum við að fjalla um páskahátíðina árið 31 ET (eftir upphaf tímatals okkar) eða kannski 32 eða 33.

Af hverju var farandprédikarinn frá Galíleu handtekinn og síðan krossfestur?

Sjálfum hefur mér alltaf þótt óþarfi að leita langt yfir skammt að ástæðu fyrir handtöku Jesúa. Framganga hans við musterið, þegar hann velti um borðum „víxlaranna“ og sagði þá hafa gert „hús föður míns að ræningjabæli“, hún er að mínum dómi alveg nóg til að yfirvöldum, hvort heldur rómverskum eða gyðinglegum, þætti ástæða til að taka Jesúa úr umferð.

„Við musterið fór fram umfangsmikil verslun með fórnardýr og sú verslun gat ekki verið í óþökk nokkurs guðhrædds Gyðings.“

Við erum orðin vön því að líta á þessa uppákomu sem dæmi um almenna andstöðu Jesúa við kaupskap og gróðabrall, og það raunar mjög skiljanlega andstöðu í ljósi þess að kaupskapurinn fór fram við musterið sem var ginnheilagt í augum Gyðinga.

Hlutverk víxlaranna

En sannleikurinn er sá að víxlararnir gegndu mjög nauðsynlegu hlutverki einmitt við musterið og þeir voru þar sannarlega ekki í óþökk eins eða neins. Fólk var komið til páskahátíðarinnar mjög víða að og afar margir Gyðingar voru komnir frá öðrum löndum til þess að færa drottni fórn við musterið. Eins og sæmdi gamalli hirðingjaþjóð var fórn Gyðinga oftast falin í nýfæddu lambi, þótt stundum væru dúfur látnar duga.

Þegar tugþúsundir pílagríma voru mættir með lömbin sín og dúfur til að láta slátra þeim á páskum, þá segir sig sjálft að það hefur verið mikill blóðvöllur við musterið.

Og þykkur blóðþefur hefur legið í loftinu alla páskahátíðina.

Hvaðan komu fórnardýrin?

En hvaðan komu lömbin sem slátrað var? Eða dúfurnar? Gyðingar frá Alexandríu, frá Antíokkíu, frá Babýlon, frá Persíu, sunnan frá Jemen, frá hinni grísku Kórintu, frá Róm, Norður-Afríku og jafnvel Spáni, komu þeir allir með sín eigin lömb til musterisins til að láta slátra þeim? Eða þvældust þeir sömu leið með dúfur í búri?

Auðvitað ekki.

Þeir keyptu fórnardýrin í Jerúsalem. Vafalaust hefur fjöldi manna í borginni og í nágrannasveitunum lifað góðu lífi á því að rækta og selja aðkomumönnum fórnardýr sem síðan var slátrað í musterinu samkvæmt kúnstarinnar reglum.

Ekki var nóg með að það hefði verið óttalegt vesen fyrir hátíðargesti að koma með sín fórnardýr um langan veg heldur hefði ferðalagið líka getað skaddað dýrin á ýmsan hátt og þá dugðu þau ekki lengur sem fórnardýr. Gyðingar tóku nefnilega mjög hátíðlega það sem segir í fyrsta kapítula 3. Mósebókar um brennifórnir — það er að segja dýr sem eru drepin og síðan brennd ellegar steikt.

Lýtalausu karldýri slátrað

Svo segir þar:

Þegar einhver ykkar ætlar að færa Drottni gjöf skuluð þið færa honum búfénað að gjöf, af nautgripum eða sauðfé. Sé gjöf hans brennifórn af nautgripum skal það sem hann fórnar vera lýtalaust karldýr. Hann skal færa það að dyrum samfundatjaldsins til þess að hann hljóti velþóknun frammi fyrir augliti Drottins og leggja síðan hönd sína á höfuð brennifórnardýrsins svo að hann hljóti velþóknun og friðþægt verði fyrir sekt hans.

Hann skal slátra nautinu frammi fyrir augliti Drottins en synir Arons, prestarnir, skulu síðan bera fram blóðið og dreypa því á allar hliðar altarisins sem stendur við inngang samfundatjaldsins.

Því næst skal hann flá brennifórnardýrið og hluta það niður [...] Þá skulu synir Arons, prestarnir, raða stykkjunum, höfði og mör, ofan á viðinn sem er á eldinum á altarinu. Innyfli og fætur skal hann þvo í vatni. Presturinn skal því næst láta það allt líða upp í reyk af altarinu.

Þetta er brennifórn, eldfórn, Drottni [líkar sá] ilmur. Sé gjöf hans brennifórn af fénaði, af sauðfé eða geitum, skal það sem hann fórnar [sömuleiðis] vera lýtalaust karldýr.“

Ræktuð fórnardýr

Í stórum dráttum var þetta það sem fram fór í musterinu á páskahátíðinni. Sennilega hafa „synir Arons“ þó annast sjálfa slátrunina og fláninguna enda prestarnir eða aðstoðarmennn þeirra verið orðnir þrautþjálfaðir slátrarar og fláningarmenn.

En áherslan á að fórnardýrið væri „lýtalaust“ var sem sagt önnur veigamikil ástæða fyrir því að einfaldast var fyrir pílagríma að kaupa fórnardýrin á staðnum. Þannig var ekki hætta á að þau yrðu fyrir hnjaski á langri leið frá heimkynnum pílagrímanna til musterisins í Jerúsalem.

Við musterið fór sem sagt fram umfangsmikil verslun með fórnardýr og það liggur í augum uppi að í sjálfu sér gat sú verslun vart verið viðurstyggð í augum nokkurs guðhrædds Gyðings. Þau sem ræktuðu fórnardýr og buðu þau til sölu í Jerúsalem voru einfaldlega að sinna mjög nauðsynlegu hlutverki við tilbeiðsluna í musterinu.

Og raunar á vegum musterisins sjálfs. Þannig rakaði það saman tekjum. 

Hinn hreinláti guð

Málið var reyndar örlítið flóknara en hér um ræðir. Það er óhætt að segja að Gyðingar eða öllu heldur guð þeirra hafi verið með „hreinleika“ nánast á heilanum og vers eftir vers eftir vers í Mósebókunum og víða annars staðar í lögmálinu fjallar um hvernig hreinsa skuli hitt og þetta.

Þar á meðal vildi guð alls ekki að í fjárhirslur hans kæmi alls konar skítug mynt úr ókunnum löndum og sem enginn vissi til hvers hafði verið notuð áður. Hann leit ekki við öðru en sérstökum tandurhreinum musterispeningum sem hans eigin myntsláttumenn framleiddu.

En hvernig áttu pílagrímar frá segjum til dæmis Gyðinganýlendunni í Karþagó að komast yfir þessa guði þóknanlegu musterispeninga til þess að kaupa fyrir fórnardýr?

Jú, þar koma víxlararnir alræmdu til sögunnar.

„Skítugir“ peningar

Þeir höfðu einfaldlega það mikilvæga hlutverk að taka við hinum „skítugu“ peningum pílagrímanna og víxla þeim, þannig að pílagrímarnir gætu keypt hin lýtalausu fórnardýr fyrir mjallahvíta og tandurhreina musterispeninga sem voru guði þóknanlegir.

Ekki er vitað hvort víxlararnir voru beinlínis starfsmenn musterisins eða hvort þeir höfðu keypt svo og svo mikið magn musterispeninga sem þeir seldu svo pílagrímunum, en það kemur í sama stað niður.

Tilvera víxlaranna var sannarlega ekki til marks um að musterið hefði verið gert að ræningjabæli, heldur var starf þeirra guði – eða altént prestunum – þvert á móti mjög þóknanlegt. Og það má reyndar vel skilja yfirvöld þess tíma, hvort heldur Gyðinga eða Rómverja, að þau hafi hneigst til að taka úr umferð róstusaman prédikara sem truflaði hin guði þóknanlegu og nauðsynlegu viðskipti við musterið.

Vegið að grundvallaratriðum Gyðingdóms?

Hafi Jesúa frá Nasaret verið í sjálfu sér á móti þessum viðskiptum var hann jú beinlínis að vega að grundvallaratriði mikilvægustu hátíðar Gyðinga í Jerúsalem. Eftir að fyrsta útgáfa þessarar greinar birtist benti séra Skúli S. Ólafsson mér á að ýmsir spámenn Gamla testamentisins hefðu reyndar amast við hinum viðhafnarmiklu brennifórnum og möguleg andstaða Jesúa við þær hefði því ekki verið einsdæmi.

Sjá til dæmis fyrsta kafla spádómsbókar Jesaja, ellefta vers, sem hljóðar svo:

„Hvað varða mig yðar mörgu sláturfórnir? spyr Drottinn. Ég hef fengið of mikið af brennifórnum hrúta og feiti alikálfa; í blóð úr nautum, lömbum og geitum langar mig ekki.“

Okrað á pílagrímum?

Hafi Jesúa á hinn bóginn þótt að víxlararnir hafi verið farnir að okra of mikið á pílagrímunum eða notað tækifærið til að selja alls konar glingur annað á eigin reikning, þá er það svolítið önnur saga.

En hvort heldur var, þá breytir það ekki því að í augum musterisyfirvalda í Jerúsalem voru fórnirnar þungamiðja helgihaldsins og hafi Jesúa verið handtekinn vegna uppákomunnar við musterið — eða vegna þess að eftir það trúðu yfirvöldin (Gyðingar og/eða Rómverjar) þessum ákafa prédikara til þess að koma af stað frekari uppþotum — þá er það að minnsta kosti skiljanlegt samkvæmt forsendum síns tíma.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu