Þykkur blóðþefur yfir musterinu

Hvað gerð­ist á pásk­um? 1. grein. Sú næsta birt­ist á pásk­un­um á næsta ári, ef guð lof­ar.

Þykkur blóðþefur yfir musterinu
Matteus, 21. kapítuli, 12.-13. vers: „Þá gekk Jesús í helgidóminn og rak út alla sem voru að selja þar og kaupa, hratt um borðum víxlaranna og stólum dúfnasalanna og mælti við þá: „Ritað er: Hús mitt á að vera bænahús en þið gerið það að ræningjabæli.“

„Hvað gerðist á páskunum?“

Furðu margir virðast eiga erfitt með að svara þeirri spurningu. Þó er stutta svarið sáraeinfalt:

„Jesúa frá Nasaret var tekinn af lífi á krossi í Jerúsalem en fylgismenn sannfærðust síðan um að hann hefði risið upp frá dauðum.“

Og af því er síðan sprottin öll hin mikla saga.

Málið vandast hins vegar verulega þegar næst er spurt: „Hvers vegna var Jesúa krossfestur?“

(Tala nú ekki um sé áfram spurt: Hverjir stóðu fyrir því að Jesúa væri krossfestur? – en um það er ekki tóm til að fjalla hér og nú. Sjáum til með það á páskunum 2025.)

En það fer nefnilega furðu mikið milli mála hvers vegna Jesúa var krossfestur.

Eitt er þó alveg öruggt. Hann var EKKI krossfestur vegna síns kærleiksboðskapar eða af því hann kenndi að elska skaltu náungann. Slíkur boðskapur var ekki nýlunda heldur þvert á móti í margra munni þá eins og nú – þó misvel væri farið eftir þeim boðskap, þá líka eins og nú.

(Hann var næstum áreiðanlega heldur ekki krossfestur vegna þess að hann var málsvari kúgaðrar alþýðu gegn fíkinni yfirstétt, en sú spurning krefst þó meiri yfirlegu. Sjáum til með það 2026.)

Helgasta hátíð Gyðinga

Guðspjöllunum ber alls ekki saman um formlegar ástæður þess að Jesúa var handtekinn og líflátinn. Á milli línanna má þó lesa ýmislegt. Á páskum í Jerúsalem margfaldaðist íbúafjöldi borgarinnar þegar þangað flykktust tugþúsundir Gyðinga alls staðar að úr Mið-Austurlöndum og af Miðjarðarhafssvæðinu til að lofa guð.

Páskarnir voru jú helsta hátíð Gyðinga en þá var minnst hins meinta flótta frá Egiftalandi.

Ástandið í borginni var oft mjög viðkvæmt þá daga og vikur sem pílagrímarnir voru flestir og margir meintir og raunverulegir æsingamenn notuðu sér það til að láta að sér kveða.

Þar á meðal kom Jesúa frá Nasaret, prédikari úr Galíleu, með hóp fylgismanna sinna til hátíðarinnar. Þar voru bæði staður og stund til að kynna sinn boðskap.

Mikilvægi hátíðarinnar má meðal annars marka af því að EFTIR hina meintu upprisu breiddist hinn nýi kristindómur furðu fljótt út um Gyðingabyggðir við Miðjarðarhafið.

Það hefur áreiðanlega gerst ekki síst með trúboði heimsnúandi pílagríma sem höfðu kynnst hinu nýja fagnaðarerindi í Jerúsalem.

Af hverju var Jesúa handtekinn?

En það var seinna. Hér erum við að fjalla um páskahátíðina árið 31 ET (eftir upphaf tímatals okkar) eða kannski 32 eða 33.

Af hverju var farandprédikarinn frá Galíleu handtekinn og síðan krossfestur?

Sjálfum hefur mér alltaf þótt óþarfi að leita langt yfir skammt að ástæðu fyrir handtöku Jesúa. Framganga hans við musterið, þegar hann velti um borðum „víxlaranna“ og sagði þá hafa gert „hús föður míns að ræningjabæli“, hún er að mínum dómi alveg nóg til að yfirvöldum, hvort heldur rómverskum eða gyðinglegum, þætti ástæða til að taka Jesúa úr umferð.

„Við musterið fór fram umfangsmikil verslun með fórnardýr og sú verslun gat ekki verið í óþökk nokkurs guðhrædds Gyðings.“

Við erum orðin vön því að líta á þessa uppákomu sem dæmi um almenna andstöðu Jesúa við kaupskap og gróðabrall, og það raunar mjög skiljanlega andstöðu í ljósi þess að kaupskapurinn fór fram við musterið sem var ginnheilagt í augum Gyðinga.

Hlutverk víxlaranna

En sannleikurinn er sá að víxlararnir gegndu mjög nauðsynlegu hlutverki einmitt við musterið og þeir voru þar sannarlega ekki í óþökk eins eða neins. Fólk var komið til páskahátíðarinnar mjög víða að og afar margir Gyðingar voru komnir frá öðrum löndum til þess að færa drottni fórn við musterið. Eins og sæmdi gamalli hirðingjaþjóð var fórn Gyðinga oftast falin í nýfæddu lambi, þótt stundum væru dúfur látnar duga.

Þegar tugþúsundir pílagríma voru mættir með lömbin sín og dúfur til að láta slátra þeim á páskum, þá segir sig sjálft að það hefur verið mikill blóðvöllur við musterið.

Og þykkur blóðþefur hefur legið í loftinu alla páskahátíðina.

Hvaðan komu fórnardýrin?

En hvaðan komu lömbin sem slátrað var? Eða dúfurnar? Gyðingar frá Alexandríu, frá Antíokkíu, frá Babýlon, frá Persíu, sunnan frá Jemen, frá hinni grísku Kórintu, frá Róm, Norður-Afríku og jafnvel Spáni, komu þeir allir með sín eigin lömb til musterisins til að láta slátra þeim? Eða þvældust þeir sömu leið með dúfur í búri?

Auðvitað ekki.

Þeir keyptu fórnardýrin í Jerúsalem. Vafalaust hefur fjöldi manna í borginni og í nágrannasveitunum lifað góðu lífi á því að rækta og selja aðkomumönnum fórnardýr sem síðan var slátrað í musterinu samkvæmt kúnstarinnar reglum.

Ekki var nóg með að það hefði verið óttalegt vesen fyrir hátíðargesti að koma með sín fórnardýr um langan veg heldur hefði ferðalagið líka getað skaddað dýrin á ýmsan hátt og þá dugðu þau ekki lengur sem fórnardýr. Gyðingar tóku nefnilega mjög hátíðlega það sem segir í fyrsta kapítula 3. Mósebókar um brennifórnir — það er að segja dýr sem eru drepin og síðan brennd ellegar steikt.

Lýtalausu karldýri slátrað

Svo segir þar:

Þegar einhver ykkar ætlar að færa Drottni gjöf skuluð þið færa honum búfénað að gjöf, af nautgripum eða sauðfé. Sé gjöf hans brennifórn af nautgripum skal það sem hann fórnar vera lýtalaust karldýr. Hann skal færa það að dyrum samfundatjaldsins til þess að hann hljóti velþóknun frammi fyrir augliti Drottins og leggja síðan hönd sína á höfuð brennifórnardýrsins svo að hann hljóti velþóknun og friðþægt verði fyrir sekt hans.

Hann skal slátra nautinu frammi fyrir augliti Drottins en synir Arons, prestarnir, skulu síðan bera fram blóðið og dreypa því á allar hliðar altarisins sem stendur við inngang samfundatjaldsins.

Því næst skal hann flá brennifórnardýrið og hluta það niður [...] Þá skulu synir Arons, prestarnir, raða stykkjunum, höfði og mör, ofan á viðinn sem er á eldinum á altarinu. Innyfli og fætur skal hann þvo í vatni. Presturinn skal því næst láta það allt líða upp í reyk af altarinu.

Þetta er brennifórn, eldfórn, Drottni [líkar sá] ilmur. Sé gjöf hans brennifórn af fénaði, af sauðfé eða geitum, skal það sem hann fórnar [sömuleiðis] vera lýtalaust karldýr.“

Ræktuð fórnardýr

Í stórum dráttum var þetta það sem fram fór í musterinu á páskahátíðinni. Sennilega hafa „synir Arons“ þó annast sjálfa slátrunina og fláninguna enda prestarnir eða aðstoðarmennn þeirra verið orðnir þrautþjálfaðir slátrarar og fláningarmenn.

En áherslan á að fórnardýrið væri „lýtalaust“ var sem sagt önnur veigamikil ástæða fyrir því að einfaldast var fyrir pílagríma að kaupa fórnardýrin á staðnum. Þannig var ekki hætta á að þau yrðu fyrir hnjaski á langri leið frá heimkynnum pílagrímanna til musterisins í Jerúsalem.

Við musterið fór sem sagt fram umfangsmikil verslun með fórnardýr og það liggur í augum uppi að í sjálfu sér gat sú verslun vart verið viðurstyggð í augum nokkurs guðhrædds Gyðings. Þau sem ræktuðu fórnardýr og buðu þau til sölu í Jerúsalem voru einfaldlega að sinna mjög nauðsynlegu hlutverki við tilbeiðsluna í musterinu.

Og raunar á vegum musterisins sjálfs. Þannig rakaði það saman tekjum. 

Hinn hreinláti guð

Málið var reyndar örlítið flóknara en hér um ræðir. Það er óhætt að segja að Gyðingar eða öllu heldur guð þeirra hafi verið með „hreinleika“ nánast á heilanum og vers eftir vers eftir vers í Mósebókunum og víða annars staðar í lögmálinu fjallar um hvernig hreinsa skuli hitt og þetta.

Þar á meðal vildi guð alls ekki að í fjárhirslur hans kæmi alls konar skítug mynt úr ókunnum löndum og sem enginn vissi til hvers hafði verið notuð áður. Hann leit ekki við öðru en sérstökum tandurhreinum musterispeningum sem hans eigin myntsláttumenn framleiddu.

En hvernig áttu pílagrímar frá segjum til dæmis Gyðinganýlendunni í Karþagó að komast yfir þessa guði þóknanlegu musterispeninga til þess að kaupa fyrir fórnardýr?

Jú, þar koma víxlararnir alræmdu til sögunnar.

„Skítugir“ peningar

Þeir höfðu einfaldlega það mikilvæga hlutverk að taka við hinum „skítugu“ peningum pílagrímanna og víxla þeim, þannig að pílagrímarnir gætu keypt hin lýtalausu fórnardýr fyrir mjallahvíta og tandurhreina musterispeninga sem voru guði þóknanlegir.

Ekki er vitað hvort víxlararnir voru beinlínis starfsmenn musterisins eða hvort þeir höfðu keypt svo og svo mikið magn musterispeninga sem þeir seldu svo pílagrímunum, en það kemur í sama stað niður.

Tilvera víxlaranna var sannarlega ekki til marks um að musterið hefði verið gert að ræningjabæli, heldur var starf þeirra guði – eða altént prestunum – þvert á móti mjög þóknanlegt. Og það má reyndar vel skilja yfirvöld þess tíma, hvort heldur Gyðinga eða Rómverja, að þau hafi hneigst til að taka úr umferð róstusaman prédikara sem truflaði hin guði þóknanlegu og nauðsynlegu viðskipti við musterið.

Vegið að grundvallaratriðum Gyðingdóms?

Hafi Jesúa frá Nasaret verið í sjálfu sér á móti þessum viðskiptum var hann jú beinlínis að vega að grundvallaratriði mikilvægustu hátíðar Gyðinga í Jerúsalem. Eftir að fyrsta útgáfa þessarar greinar birtist benti séra Skúli S. Ólafsson mér á að ýmsir spámenn Gamla testamentisins hefðu reyndar amast við hinum viðhafnarmiklu brennifórnum og möguleg andstaða Jesúa við þær hefði því ekki verið einsdæmi.

Sjá til dæmis fyrsta kafla spádómsbókar Jesaja, ellefta vers, sem hljóðar svo:

„Hvað varða mig yðar mörgu sláturfórnir? spyr Drottinn. Ég hef fengið of mikið af brennifórnum hrúta og feiti alikálfa; í blóð úr nautum, lömbum og geitum langar mig ekki.“

Okrað á pílagrímum?

Hafi Jesúa á hinn bóginn þótt að víxlararnir hafi verið farnir að okra of mikið á pílagrímunum eða notað tækifærið til að selja alls konar glingur annað á eigin reikning, þá er það svolítið önnur saga.

En hvort heldur var, þá breytir það ekki því að í augum musterisyfirvalda í Jerúsalem voru fórnirnar þungamiðja helgihaldsins og hafi Jesúa verið handtekinn vegna uppákomunnar við musterið — eða vegna þess að eftir það trúðu yfirvöldin (Gyðingar og/eða Rómverjar) þessum ákafa prédikara til þess að koma af stað frekari uppþotum — þá er það að minnsta kosti skiljanlegt samkvæmt forsendum síns tíma.

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?
Flækjusagan

Tví­kynja hér­ar tákn páska — og Maríu guðs­móð­ur líka?

„Af hverju er kan­ín­ur, nú eða frænd­ur þeirra hér­ar, tákn pásk­anna?“ Svar­ið við þeirri spurn­ingu er í aðra rönd­ina mjög ein­falt. Pásk­arn­ir eru í grunn­inn vor­há­tíð sem hald­in er til að fagna því að líf er að kvikna í jörð­inni eft­ir (mis)lang­an vet­ur. Í krist­inni trú er það túlk­að með dauða en síð­an upprisu guðs­son­ar­ins. En líf kvikn­ar ekki að­eins...

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
4
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
8
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu