Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segist gefa sér það að Þórdís Kolbrún Reykjafjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra hafi gætt að eigin hæfi áður en hún hafi opinberlega lýst yfir andstöðu sinni við fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM.
Í nýjasta þætti Pressu mættu Lilja Alfreðsdóttir og Jóhann Páll Jóhannsson til þess að ræða kaup Landsbankans á TM og viðbrögð ráðherra og Bankasýslunnar við þeim.
Skömmu eftir að tilkynnt var um viðskiptin birti Þórdís Kolbrún færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði að viðskiptin myndu ekki verða að veruleika með sínu samþykki, „nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða.“
Eftir ummælin voru birt fór að bera á gagnrýni þess eðlis að ummæli fjármálaráðherra gætu vart talist viðeigandi í ljósi þess að bróðir hennar, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, er forstjóri næststærsta eiganda samkeppnisaðila TM, tryggingafélagið VÍS. Þá situr Ásgeir einnig í stjórn VÍS.
„Hún hlýtur að hafa gengið algjörlega úr skugga um allt sitt hæfi, ég bara gef mér það,“ segir Lilja. Innt eftir því hver hennar afstaða sé gagnvart hugsanlegu vanhæfi ráðherra gagnvart málaflokknum segist Lilja ekki hafa kynnt sér sérstaklega starfsferil og aðkomu bróður fjármálaráðherra að rekstri VÍS.
„Hún hlýtur að hafa gengið algjörlega úr skugga um allt sitt hæfi, ég bara gef mér það,“
„Ég hef ekki farið nákvæmlega í saumanna á því hvaða hlutverki bróðir hennar gegnir eða hvernig það er.“ Þá Lilja fram að allir, ráðherrar, þingmenn og fjölmiðlar ættu að ígrunda varlega spurningar hæfi áður en ákvarðanir eru teknar.
Telur mikilvægt að afskipti ráðherra séu í samræmi við reglur
Jóhann Páll sagði í ljósi nýlegs álits umboðsmanns alþingis, þar sem fundið var að vinnubrögðum fyrrum fjármálaráðherra, sem gæti ekki að reglum um sérstakt hæfi í kringum Íslandsbankasöluna sé þeim mun mikilvægara að núverandi ráðherra fari eftir lögformlegum leiðum.
„Að þau séu skrifleg, að það sé hægt að rekja þetta til baka og að það hafi farið fram mat á því hvort þessi afskipti séu samræmi við reglur stjórnsýsluréttarins um sérstakt hæfi.“
Það hafi Þórdís Kolbrún ekki gert að mati Jóhanns. Telur hann að ráðherra hafi á undanförnum vikum beitt sér með óhefðbundnum hætti.
Nýjasta þátt Pressu má sjá hér:
Athugasemdir