Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ákveðið að vinna með gallað frumvarp“

Tek­ist var á um ný­sam­þykkt bú­vöru­lög á Al­þingi í dag. Kristrún Frosta­dótt­ir sagði frum­varp­ið gall­að og að lög­in fælu í sér óþarfa alls­herj­ar und­an­þágu. Þing­menn Fram­sókn­ar segja lög­in fram­fara­skref og að bænd­ur fagni breyt­ing­unni.

„Ákveðið að vinna með gallað frumvarp“

Nýsamþykkt búvörulög voru ofarlega á baugi í ræðum á Alþingi í dag. Var ekki einhugur meðal þingmanna um gagnsemi laganna, sem þykja nokkuð umdeild. 

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar, sagði að flokkur hennar hefði nú tryggt það að íslenska páskalambið rynni ljúflega niður. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, voru hins vegar gagnrýnin á samþykkt laganna.

Undanþága frá samkeppnislögum og möguleiki á sameiningu

Nýju búvörulögin voru samþykkt í gær þrátt fyrir óskir stjórnarandstöðunnar um að fresta atkvæðagreiðslu og háværa gagnrýni frá ASÍ, Neytendasamtökunum, Samtökum verslunar- og þjónustu, Félagi atvinnurekenda og Samkeppniseftirlitinu. Héldu samtökin því fram að lagabreytingarnar gengju gegn hagsmunum almennings.

Breytingarnar fela í sér undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá grunnreglum samkeppnislaga um bann við ólögmætu samráði. Enn fremur verður þeim nú auðveldara að sameinast en áður.

Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, vakti athygli á því í ræðustól í gær að eitt fyrirtæki gæti nú náð einokunarstöðu í kjötframleiðslu á landinu og stýrt verðinu án þess að neytendur gætu rönd við reist. Bændur kæmu enn fremur illa út úr lagabreytingunum. 

Grikkur gerður þeim sem þurfa mest á breytingum að halda 

Kristrún Frostadóttir sagði að það virtist sem að eitthvað hefði farið verulega úrskeiðis við vinnslu frumvarpsins. Markmiðin í upphaflegu frumvarpi matvælaráðherra hefðu snúið að viðkvæmustu búgreinunum. „En skilgreiningin á framleiðandafélögunum í sjálfum frumvarpstextanum var svo þröng að hún náði aðeins yfir hvíta kjötið þrátt fyrir að þar hafi enginn óskað eftir undanþágu frá samkeppnislögum,“ sagði hún. 

Í stað þess að vinna frumvarpið aftur inni í ráðuneyti þannig að undanþágan næði til þeirra sem stæðu höllustum fæti „var ákveðið að vinna með gallað frumvarp,“ segir Kristrún. Niðurstaðan, að mati hennar, varð „ein allsherjar undanþága sem getur leitt af sér eina stóra afurðastöð fyrir alla kjötvinnslu í landinu óháð búgrein.“

Formaður Samfylkingar segir þetta hafa verið óþarfa. „Þessi aðferðafræði hefur gert þeim grikk sem mest þurftu á breytingunum að halda,“ sagði hún.

Vondur málstaður að halda því fram að ASÍ, Neytendasamtökin og SKE séu óvinir bænda

Sigmar sagði að breytingin á búvörulögum þýddu að afurðastöðvar yrðu undanþegnar samkeppnislögum. Nefndi hann að breytingin næði ekki aðeins til lítilla sláturhúsa heldur einnig stöndugri fyrirtækja. Til dæmis félög í eigu Ölmu leigufélags, Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturfélags Suðurlands.

„Þeir sem eru að stilla því upp að ASÍ, Neytendasamtökin og Samkeppniseftirlitið séu einhverjir óvinir bænda hafa vondan málstað að verja. Það er ekki gagnlegt fyrir umræðuna að það megi ekki gagnrýna óskaplega miðstýrt landbúnaðarkerfi sem skilar bændunum sjálfum knöppum kjörum án þess að það sé sett í annarlegt samhengi,“ sagði Sigmar.

Segir bændur fagna breytingunum

Halla Signý Kristjánsdóttir sagði bændur um allt land fagna þeirri breytingu sem nýir búvörusamningar boðuðu. „Framsókn hefur tryggt að íslenska páskalambið rennur ljúflega niður í ár,“ sagði hún.

Halla Signý sagði að auknar heimildir afurðastöðva í kjötiðnaði til að sameinast og vera með samráð væri liður í því að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötafurða. En þetta væri mikilvægt til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan.

„Í alþjóðlegum samanburði eru innlendar afurðastöðvar í kjötiðnaði örsmáar og því ekki samkeppnishæfar við afurðastöðvar á erlendum mörkuðum sem eru mun stærri og hagkvæmari rekstrareiningar,“ segir Halla Signý.

Breytingarnar mikið framfaraskref í þágu innlendrar matvælaframleiðslu

Halldóra Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, var líkt og Halla Signý jákvæð gagnvart lagabreytingunum. „Í gær var stigið mikið framfaraskref í þágu innlendrar matvælaframleiðslu,“ segir hún.

Sagði Halldóra það vera vegna þess að sívaxandi innflutningur matvæla frá erlendum stórverksmiðjum hefði gert íslenskum landbúnaði erfitt fyrir. Í geiranum væru takmörkuð tækifæri til frekari hagræðingar. 

„Samkeppnin hefur nefnilega færst frá því að vera milli íslenskra bænda sem fylgja sömu stöðlum yfir í að vera íslenskir bændur á móti evrópskri framleiðslu þar sem lögmálin eru allt önnur.“ 

Til að bregðast við þessum aðstæðum væri hægt að gera innlendum aðilum kleift að sameinast og hagræða starfsemi „með því að lækka framleiðslukostnað og með því verð í þágu þeirra og neytenda.“

Halldóra segir að framfaraskref hafi verið stigið í þá áttina. 

„Þessar breytingar voru nauðsynlegar til að bregðast við döprum rekstrargrundvelli innlendrar kjötframleiðslu og stuðla að jöfnun samkeppnisskilyrða kjötafurðastöðva við innflutninginn. Skilyrðin eru enn innflutningnum í hag en ef stjórnvöld halda þessari vegferð áfram þá getum við horft áfram veginn bjartsýnni en áður,“ sagði hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu