Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Eignuðust sjö börn á tíu árum

For­setafram­bjóð­and­inn Guðni Þór Þránd­ar­son býr í sum­ar­bú­stað við Þjórsá ásamt eig­in­konu sinni og sjö börn­um. Þau eru bæði með ein­hverfu og ADHD, og hann bend­ir á að sjálf­ur Thom­as Jef­fer­son, þriðji for­seti Banda­ríkj­anna, sé tal­inn hafa ver­ið með ein­hverfu.

Eignuðust sjö börn á tíu árum
Marie Legatelois og Guðni Þór Þrándarson ásamt sex af börnunum sjö. Mynd: Aðsend

Guðni Þór Þrándarson tilkynnti formlega um framboð sitt til forseta Íslands á fimmtudag á Austurvelli. Hans helsta markmið, nái hann kjöri, er að vinna gegn fákeppni og spillingu. Það vill hann til að mynda gera með því að skattleggja „upp í topp“ hagnað af auðlindum þjóðarinnar, en hann segir skattlagningu vera öflugasta stjórntækið. 

„Ég mun tala fyrir sannreyndri aðferð til að mæla einokunarhagnað af auðlindum okkar og mörkuðum, skattleggja hann upp í topp og leggja niður fátækraskatta eins og launaskatt og virðisaukaskatt,“ segir Guðni.

Marie Legatelois, eiginkona hans, er stór hluti af framboðinu, svo stór að í tilkynningu frá þeim er talað um framboð „til forsetahjóna Íslands“.

Joðbætt víkingasalt

Guðni er 35 ára. „Ég hef mikinn áhuga á heimspeki og því sem finnst í heiminum. Lærði náttúrufræði í MR, efnafræði í HÍ, var eitt ár í læknisfræði og er með einkaflugmannspróf. Eftir útskrift kynntist ég Marie Legatelois í fuglarannsóknum á Látrabjargi og hún útskrifaðist með M.Sc. í haf- og strandsvæðastjórnun frá Háskólasetri Vestfjarða. Við giftum okkur á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, Hrafnseyri við Arnarfjörð, árið 2014. Við höfum mest unnið að uppbyggingu framleiðslu nýrrar tegundar af salti sem við teljum að muni hjálpa mörgu fólki,“ segir hann. 

Um er að ræða joðbætt salt sem þau hafa kallað „Viking Silver – the Super Salt“ og stóðu til að mynda fyrir söfnun á Karolina Fund fyrir níu árum til að fjármagna framleiðsluna en verkefnið hefur verið í lægð síðustu fjögur ár. Saltið framleiddu þau með því að brenna þara, en það var joðið sem fyrst vakti áhuga Guðna. „Joð er sérstaklega mikilvægt fyrir konur, það á að minnka líkur á brjóstakrabbameini, eggjastokkakrabbameini og er mikilvægt fyrir frjósemi og uppvöxt fósturs,“ segir hann.

Vill stuðning fyrir verðandi mæður

Guðni á ýmislegt sameiginlegt með sitjandi forseta, Guðna Th. Jóhannessyni. Báðir eru þeir kvæntir konu af erlendum uppruna, en Marie er frönsk. Þá eiga þeir einnig fjölda barna, en Guðni Þór og Marie eiga saman sjö börn. Yngsta barnið verður árs gamalt á þessu ári, það elsta verður 10 ára í júní, en hin fimm börnin eru 2ja, 4ra, 5, 7 og 8 ára gömul. 

„Við lítum á þau sem framhald af ást okkar á hvort öðru“

„Okkur finnst ótrúlega verðmætt að eiga þessi börn, að leyfa þeim að koma. Við höfum ekki hindrað það hingað til. Við lítum á þau sem framhald af ást okkar á hvort öðru, að við séum að byggja eitthvað upp. Við eigum erfitt með að tengjast öðru fólki en eigum gott með að tengjast þeim,“ segir hann. 

Á vef Alþingis má sjá umsögn sem Guðni skrifaði árið 2019 um frumvarp sem miðaði að því að rýmka lög um þungunarrof, en hann lagðist þar gegn slíku. „Við skrifuðum greinina saman, eða meira konan mín. Það er ólíklegt að við séum beinlínis ósammála neinu þar núna en það sem ég myndi vilja leggja áherslu á í dag er að koma í veg fyrir að konur hafi áhuga á fóstureyðingum; að það þurfi að vera meiri stuðningur við konur til að eignast börnin, hvort sem þær velja að gefa þau í fóstur eða sjá um þau sjálfar,“ segir Guðni. Aðspurður segist hann þó ekki sjá fyrir sér að tala gegn þungunarrofi ef hann yrði forseti: „Nei, forseti hefur ekki þetta vald. Hann er bara að vinna að vilja þjóðarinnar,“ segir hann. 

Líður ekki vel í þéttbýli

Ekkert af börnum þeirra hafa farið á leikskóla, bæði vegna fjárhagsstöðu þeirra Guðna og Marie en einnig því þau hafa sjálf viljað uppfræða þau. Þá eru eldri börnin að hluta í heimaskóla en sækja verklega kennslu í hefðbundnum grunnskóla. 

Guðni segir þau Marie bæði vera með einhverfu og ADHD. Þó það hafi ekki síst verið vegna fjárskorts sem þau búa í sumarbústað með börnin sjö, nánar tiltekið í Flóahreppi við Þjórsá, þá fari afar vel um þau þar: „Okkur líður ekki vel í þéttbýli,“ segir hann. Embætti forseta fylgja óhjákvæmilega ýmisleg embættisverk í þéttbýli, gestagangur og heimsóknir, sem Guðni segur þó ekki fyrir sig. „Í tengslum við þetta frumkvöðlaverkefni með saltið þá höfum við þurft að vera innan um alls konar fólk, forstjóra og fleiri. Það truflar okkur ekki á meðan við erum að vinna að því sem skiptir máli,“ segir hann, en það myndi sömuleiðis skipta hann máli að vekja athygli á spillingu hér á landi. 

Landsfaðir með einhverfu

Hann segir það tvímælalaust kost á margan hátt að vera með einhverfu og ADHD. „Við erum óhrædd við að kafa djúpt ofan í hluti sem kannski fæstir myndu gera. Þetta hefur sett mark á hvernig við lifum okkar lífi, tökum ákvarðanir fyrir börnin okkar. Í staðinn fyrir að taka því sem fullkomnu sem samfélagið er búið að setja upp þá hugsum við það upp frá grunni,“ segir hann. Guðni bendir enn fremur á að sjálfur Thomas Jeffersson, þriðji forseti Bandaríkjanna og einn af landsfeðrunum, sé talinn hafa verið með einhverfu. „Þetta er ekkert aðalatriði en góður vinkill,“ segir hann.

Guðni segist alls ekki hafa lengi verið að velta fyrir sér framboði. „Ég hef haft mikinn áhuga á stjórnmálum og heimspeki en ég fór ekkert að hugsa um þetta alvarlega fyrr en upp úr áramótum,“ segir hann. 

Ertu vongóður um að ná árangri? Finnst þér raunhæft að þú verðir næsti forseti Íslands?

„Ég er nógu vongóður til að reyna, það er allavega einhver von um að ná alla leið. Fyrir utan það þá er ég bara mjög ánægður með að sá fræi og heyra hvernig fólk tekur þeim hugmyndum sem ég er að ræða um,“ segir hann. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár