Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eignuðust sjö börn á tíu árum

For­setafram­bjóð­and­inn Guðni Þór Þránd­ar­son býr í sum­ar­bú­stað við Þjórsá ásamt eig­in­konu sinni og sjö börn­um. Þau eru bæði með ein­hverfu og ADHD, og hann bend­ir á að sjálf­ur Thom­as Jef­fer­son, þriðji for­seti Banda­ríkj­anna, sé tal­inn hafa ver­ið með ein­hverfu.

Eignuðust sjö börn á tíu árum
Marie Legatelois og Guðni Þór Þrándarson ásamt sex af börnunum sjö. Mynd: Aðsend

Guðni Þór Þrándarson tilkynnti formlega um framboð sitt til forseta Íslands á fimmtudag á Austurvelli. Hans helsta markmið, nái hann kjöri, er að vinna gegn fákeppni og spillingu. Það vill hann til að mynda gera með því að skattleggja „upp í topp“ hagnað af auðlindum þjóðarinnar, en hann segir skattlagningu vera öflugasta stjórntækið. 

„Ég mun tala fyrir sannreyndri aðferð til að mæla einokunarhagnað af auðlindum okkar og mörkuðum, skattleggja hann upp í topp og leggja niður fátækraskatta eins og launaskatt og virðisaukaskatt,“ segir Guðni.

Marie Legatelois, eiginkona hans, er stór hluti af framboðinu, svo stór að í tilkynningu frá þeim er talað um framboð „til forsetahjóna Íslands“.

Joðbætt víkingasalt

Guðni er 35 ára. „Ég hef mikinn áhuga á heimspeki og því sem finnst í heiminum. Lærði náttúrufræði í MR, efnafræði í HÍ, var eitt ár í læknisfræði og er með einkaflugmannspróf. Eftir útskrift kynntist ég Marie Legatelois í fuglarannsóknum á Látrabjargi og hún útskrifaðist með M.Sc. í haf- og strandsvæðastjórnun frá Háskólasetri Vestfjarða. Við giftum okkur á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, Hrafnseyri við Arnarfjörð, árið 2014. Við höfum mest unnið að uppbyggingu framleiðslu nýrrar tegundar af salti sem við teljum að muni hjálpa mörgu fólki,“ segir hann. 

Um er að ræða joðbætt salt sem þau hafa kallað „Viking Silver – the Super Salt“ og stóðu til að mynda fyrir söfnun á Karolina Fund fyrir níu árum til að fjármagna framleiðsluna en verkefnið hefur verið í lægð síðustu fjögur ár. Saltið framleiddu þau með því að brenna þara, en það var joðið sem fyrst vakti áhuga Guðna. „Joð er sérstaklega mikilvægt fyrir konur, það á að minnka líkur á brjóstakrabbameini, eggjastokkakrabbameini og er mikilvægt fyrir frjósemi og uppvöxt fósturs,“ segir hann.

Vill stuðning fyrir verðandi mæður

Guðni á ýmislegt sameiginlegt með sitjandi forseta, Guðna Th. Jóhannessyni. Báðir eru þeir kvæntir konu af erlendum uppruna, en Marie er frönsk. Þá eiga þeir einnig fjölda barna, en Guðni Þór og Marie eiga saman sjö börn. Yngsta barnið verður árs gamalt á þessu ári, það elsta verður 10 ára í júní, en hin fimm börnin eru 2ja, 4ra, 5, 7 og 8 ára gömul. 

„Við lítum á þau sem framhald af ást okkar á hvort öðru“

„Okkur finnst ótrúlega verðmætt að eiga þessi börn, að leyfa þeim að koma. Við höfum ekki hindrað það hingað til. Við lítum á þau sem framhald af ást okkar á hvort öðru, að við séum að byggja eitthvað upp. Við eigum erfitt með að tengjast öðru fólki en eigum gott með að tengjast þeim,“ segir hann. 

Á vef Alþingis má sjá umsögn sem Guðni skrifaði árið 2019 um frumvarp sem miðaði að því að rýmka lög um þungunarrof, en hann lagðist þar gegn slíku. „Við skrifuðum greinina saman, eða meira konan mín. Það er ólíklegt að við séum beinlínis ósammála neinu þar núna en það sem ég myndi vilja leggja áherslu á í dag er að koma í veg fyrir að konur hafi áhuga á fóstureyðingum; að það þurfi að vera meiri stuðningur við konur til að eignast börnin, hvort sem þær velja að gefa þau í fóstur eða sjá um þau sjálfar,“ segir Guðni. Aðspurður segist hann þó ekki sjá fyrir sér að tala gegn þungunarrofi ef hann yrði forseti: „Nei, forseti hefur ekki þetta vald. Hann er bara að vinna að vilja þjóðarinnar,“ segir hann. 

Líður ekki vel í þéttbýli

Ekkert af börnum þeirra hafa farið á leikskóla, bæði vegna fjárhagsstöðu þeirra Guðna og Marie en einnig því þau hafa sjálf viljað uppfræða þau. Þá eru eldri börnin að hluta í heimaskóla en sækja verklega kennslu í hefðbundnum grunnskóla. 

Guðni segir þau Marie bæði vera með einhverfu og ADHD. Þó það hafi ekki síst verið vegna fjárskorts sem þau búa í sumarbústað með börnin sjö, nánar tiltekið í Flóahreppi við Þjórsá, þá fari afar vel um þau þar: „Okkur líður ekki vel í þéttbýli,“ segir hann. Embætti forseta fylgja óhjákvæmilega ýmisleg embættisverk í þéttbýli, gestagangur og heimsóknir, sem Guðni segur þó ekki fyrir sig. „Í tengslum við þetta frumkvöðlaverkefni með saltið þá höfum við þurft að vera innan um alls konar fólk, forstjóra og fleiri. Það truflar okkur ekki á meðan við erum að vinna að því sem skiptir máli,“ segir hann, en það myndi sömuleiðis skipta hann máli að vekja athygli á spillingu hér á landi. 

Landsfaðir með einhverfu

Hann segir það tvímælalaust kost á margan hátt að vera með einhverfu og ADHD. „Við erum óhrædd við að kafa djúpt ofan í hluti sem kannski fæstir myndu gera. Þetta hefur sett mark á hvernig við lifum okkar lífi, tökum ákvarðanir fyrir börnin okkar. Í staðinn fyrir að taka því sem fullkomnu sem samfélagið er búið að setja upp þá hugsum við það upp frá grunni,“ segir hann. Guðni bendir enn fremur á að sjálfur Thomas Jeffersson, þriðji forseti Bandaríkjanna og einn af landsfeðrunum, sé talinn hafa verið með einhverfu. „Þetta er ekkert aðalatriði en góður vinkill,“ segir hann.

Guðni segist alls ekki hafa lengi verið að velta fyrir sér framboði. „Ég hef haft mikinn áhuga á stjórnmálum og heimspeki en ég fór ekkert að hugsa um þetta alvarlega fyrr en upp úr áramótum,“ segir hann. 

Ertu vongóður um að ná árangri? Finnst þér raunhæft að þú verðir næsti forseti Íslands?

„Ég er nógu vongóður til að reyna, það er allavega einhver von um að ná alla leið. Fyrir utan það þá er ég bara mjög ánægður með að sá fræi og heyra hvernig fólk tekur þeim hugmyndum sem ég er að ræða um,“ segir hann. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár