Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Baldur býður sig fram til forseta

Bald­ur Þór­halls­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, mun sækj­ast eft­ir því að verða næsti for­seti Ís­lands. „Við ætl­um að svara kall­inu hátt og skýrt og taka slag­inn.“

Baldur býður sig fram til forseta
Baldur Þórhallsson tilkynnti um framboð sitt til forseta rétt í þessu. Mynd: Golli

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, ætlar að gefa kost á sér til forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði í hádeginu. „Við ætlum að svara kallinu hátt og skýrt og taka slaginn,“ sagði Baldur undir fagnaðarlátum viðstaddra.

Sem forseti segist Baldur ætla að beita sér fyrir mannréttindum allra samborgara sinna. Hann og Felix hyggist standa þétt við bakið á þeim sem minna mega sín auk þess að láta málefni barna og ungmenna sig varða. Sagði Baldur enn fremur að forseti ætti ætíð að tala fyrir friði og vara sig á því að vera meðvirkur með ráðamönnum. 

„Forsetinn verður að standa vaktina. Hann verður að standa vörð um þjóðina,“ sagði Baldur.

Fjölmennivar saman komið til að fylgjast með tilkynningu Baldurs.

Margir jákvæðir gagnvart framboðinu

Baldur hefur verið orðaður við embættið síðastliðnar vikur en nýlega stofnaði Gunnar Helgason, náinn vinur Baldurs og eiginmanns hans Felix Bergssonar, Facebook-hóp þar sem hann skoraði á hjónin að bjóða sig fram. Hópurinn, Baldur og Felix - Alla leiðtelur nú á nítjánda þúsund manns. 

Í könnun sem Valgeir Magnússon eða Valli sport, framkvæmdastjóri TBWA/Norway, lét framkvæma mældist Baldur vel meðal þjóðarinnar. En Valgeir er kosningastjóri framboðs Baldurs.

Samkvæmt könnuninni voru 53% svarenda jákvæðir gagnvart því að hann yrði næsti forseti Íslands. Voru það umtalsvert fleiri en voru jákvæðir gagnvart Höllu Tómasdóttur, sem tilkynnti framboð sitt um helgina, en 35% voru jákvæðir gagnvart henni. 

Fyrsti þjóðkjörni homminn sem yrði forseti

Hlyti Baldur kjör yrði hann fyrsti opinberlega samkynhneigði forsetinn í heiminum sem hlyti þjóðkjör. Aðeins einn forseti hefur verið opinberlega samkynhneigður. Það er núverandi forseti Lettlands, en hann var þingkjörinn. Það yrði því stór atburður í sögu hinsegin fólks ef Baldur og Felix yrðu forsetahjón.

Í samtali við Heimildina fyrir skemmstu sagði Baldur að það væru aðeins örfá misseri síðan einhver gat séð fyrir sér, og jafnvel hann sjálfur, að það væri raunhæft að samkynhneigt par færi á Bessastaði. „Þegar við Felix byrjuðum saman gátum við ekki einu sinni skráð okkur í sambúð, við máttum það ekki. Það eru ekki nema 14 ár síðan við máttum giftum okkur.“ 

Greinilegt er að margir láta sig samkynhneigð hjónanna varða en nokkuð hefur borið á hatri og fordómum í garð þeirra upp á síðkastið. Hefur það einkum sést í áðurnefndum Facebook-hóp. En þar hafa safnast inn ógeðfelldar athugasemdir um samkynhneigð Baldurs og Felix. Til dæmis ýjaði einn maður að því að Íslendingar væru búnir að vinna sér inn nægilega „kynvillingafrægð“ og hefðu því ekkert að gera við hommapar á Bessastaði.

Bætist ört í hóp frambjóðenda

Fjölga tekur í hópi þeirra sem gefa kost á sér til embættisins. En um helgina tilkynnti Halla Tómasdóttir, forstjóri og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, um framboð sitt. Hún hlaut næstflest atkvæði í kosningunum 2016.

Aðrir sem hafa boðið sig fram eru meðal annars Ástþór Magnússon athafnamaður, Sigríður Hrund Pétursdóttir fjárfestir, Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður.

Þá safna Agnieszka Sokolowska, verkefnastjóri og túlkur, Angela Rawlings, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Borgþór Alex Óskarsson og Einar Gunnarsson meðmælendum á island.is meðal þónokkurra annarra.

Þau sem enn eru bendluð við embættið án þess að hafa sagt af né á um framboð eru meðal annars Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri og Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Þá eru Alma Möller landlæknir, Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, Hlynur Jónsson fasteignamiðlari og Eyjólfur Guðmundsson, fráfarandi rektor HA, enn óákveðin.

Margir vilja að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig fram til embættisins. Aðspurð sagðist hún ekki hafa leitt hugann að slíku framboði. Katrín hefur þó ekki viljað svara því neitandi að hún muni bjóða sig fram. 

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    þetta er nokkuð flott trikk að láta "konuna" sína sjá um framboðsræðurnar . . . mín kona er mörghundruð sinnum fallegri en ég og gæti því tryggt mér sigurinn :) . .
    -8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár