Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það er engin funkerandi ríkisstjórn í landinu“

Formað­ur Við­reisn­ar er gagn­rýn­in á kaup Lands­bank­ans á trygg­inga­fé­lag­inu TM. Hún seg­ir að mál­ið dragi fram yf­ir­gengi­legt stjórn­leysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar og sýni að ekki sé starf­hæf rík­is­stjórn í land­inu.

„Það er engin funkerandi ríkisstjórn í landinu“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir , formaður Viðreisnar, segir að makalaust yfirlýsingakapphlaup milli ráðherra sé við lýði. Mynd: Bára Huld Beck

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir stofnanir og ríkisfyrirtæki, þar sem fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna sitja í stjórn, virða eigendastefnu ríkisins og stjórnarsáttmála að vettugi.

Það hafi ekki verið fyrirséð að fé yrði fært til hluthafa Kviku til þess að ríkið gæti eignast tryggingafélag. Ekkert komi þó lengur á óvart þegar ríkisstjórnin sé annars vegar. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem þingmaðurinn birti í morgun.

Þórdís vill selja Landsbankann, Lilja og Katrín ekki

Um helgina var tilkynnt um kaup Landsbankans, sem er í eigu íslenska ríkisins, á tryggingafélaginu TM. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, lýsti því yfir að hún myndi ekki samþykkja kaupin nema ef Landsbankinn væri einkavæddur í kjölfarið.

Þetta hröktu aðrir ráðherrar á þingi í gær. Bæði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra lýstu því yfir að ekki stæði til að selja Landsbankann.

Gengdarlaus útþensla ríkisins

„Ég hélt að það væri skýrt að krafan væri sú að engin fyrirtæki í ríkiseigu ættu að stuðla að aukinni þenslu í hagkerfinu. Eru ekki allir á sömu blaðsíðu?“ spyr Þorgerður Katrín. „Ekki síst eftir marg auglýsta aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. Að það væru allir að róa í sömu átt að sama markmiði; slá á verðbólgu og fara ekki út í þensluhvetjandi aðgerðir.“ 

Segir hún það frumlega leið að hagræða í ríkisrekstrinum með því að ríkisvæða tryggingafélag fyrir 28,6 milljarða króna. En fjármálaráðherra hefur talað mikið fyrir því upp á síðkastið að mikilvægt væri að hagræða í ríkisrekstrinum til að mæta auknum útgjaldakostnaði. 

Þorgerður Katrín segir að horft sé upp á gengdarlausa útþenslu ríksisins. „Afrekaskrá í hagræðingu er engin. Frekar er gefið í. Á vakt og á ábyrgð flokks sem eitt sinn kenndi sig við ráðdeild í ríkisrekstri.“ Stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkisins telji sig því geta bætt við báknið óáreitt. 

 „Yfirgengilegt stjórnleysi“

„Hitt er síðan kúlturinn í kringum samskipti innan ríkisstjórnar. Makalaust yfirlýsingakapphlaup á milli ráðherra sem virðist engan endi ætla að taka. Hver er í sínu horni að merkja sér sitt svæði. Þaðan sem yfirlýsingar flæða, oftast til heimabrúks og stangast á við aðra,“ skrifar Þorgerður Katrín.

Hún segir það furðulegt að horfa upp á. Hún hafi upplifað margt í stjórnmálum en þetta sé henni nýtt. „En fyrst og síðast dregur þetta fram yfirgengilegt stjórnleysi og sýnir að það er engin funkerandi ríkisstjórn í landinu. Í hverju málinu á fætur öðru. Það er enginn metnaður, hvað þá sameiginleg sýn.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    valdstjórnarmafían er búin að leggja niður lýðveldið ísland . . .
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár