Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það er engin funkerandi ríkisstjórn í landinu“

Formað­ur Við­reisn­ar er gagn­rýn­in á kaup Lands­bank­ans á trygg­inga­fé­lag­inu TM. Hún seg­ir að mál­ið dragi fram yf­ir­gengi­legt stjórn­leysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar og sýni að ekki sé starf­hæf rík­is­stjórn í land­inu.

„Það er engin funkerandi ríkisstjórn í landinu“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir , formaður Viðreisnar, segir að makalaust yfirlýsingakapphlaup milli ráðherra sé við lýði. Mynd: Bára Huld Beck

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir stofnanir og ríkisfyrirtæki, þar sem fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna sitja í stjórn, virða eigendastefnu ríkisins og stjórnarsáttmála að vettugi.

Það hafi ekki verið fyrirséð að fé yrði fært til hluthafa Kviku til þess að ríkið gæti eignast tryggingafélag. Ekkert komi þó lengur á óvart þegar ríkisstjórnin sé annars vegar. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem þingmaðurinn birti í morgun.

Þórdís vill selja Landsbankann, Lilja og Katrín ekki

Um helgina var tilkynnt um kaup Landsbankans, sem er í eigu íslenska ríkisins, á tryggingafélaginu TM. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, lýsti því yfir að hún myndi ekki samþykkja kaupin nema ef Landsbankinn væri einkavæddur í kjölfarið.

Þetta hröktu aðrir ráðherrar á þingi í gær. Bæði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra lýstu því yfir að ekki stæði til að selja Landsbankann.

Gengdarlaus útþensla ríkisins

„Ég hélt að það væri skýrt að krafan væri sú að engin fyrirtæki í ríkiseigu ættu að stuðla að aukinni þenslu í hagkerfinu. Eru ekki allir á sömu blaðsíðu?“ spyr Þorgerður Katrín. „Ekki síst eftir marg auglýsta aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. Að það væru allir að róa í sömu átt að sama markmiði; slá á verðbólgu og fara ekki út í þensluhvetjandi aðgerðir.“ 

Segir hún það frumlega leið að hagræða í ríkisrekstrinum með því að ríkisvæða tryggingafélag fyrir 28,6 milljarða króna. En fjármálaráðherra hefur talað mikið fyrir því upp á síðkastið að mikilvægt væri að hagræða í ríkisrekstrinum til að mæta auknum útgjaldakostnaði. 

Þorgerður Katrín segir að horft sé upp á gengdarlausa útþenslu ríksisins. „Afrekaskrá í hagræðingu er engin. Frekar er gefið í. Á vakt og á ábyrgð flokks sem eitt sinn kenndi sig við ráðdeild í ríkisrekstri.“ Stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkisins telji sig því geta bætt við báknið óáreitt. 

 „Yfirgengilegt stjórnleysi“

„Hitt er síðan kúlturinn í kringum samskipti innan ríkisstjórnar. Makalaust yfirlýsingakapphlaup á milli ráðherra sem virðist engan endi ætla að taka. Hver er í sínu horni að merkja sér sitt svæði. Þaðan sem yfirlýsingar flæða, oftast til heimabrúks og stangast á við aðra,“ skrifar Þorgerður Katrín.

Hún segir það furðulegt að horfa upp á. Hún hafi upplifað margt í stjórnmálum en þetta sé henni nýtt. „En fyrst og síðast dregur þetta fram yfirgengilegt stjórnleysi og sýnir að það er engin funkerandi ríkisstjórn í landinu. Í hverju málinu á fætur öðru. Það er enginn metnaður, hvað þá sameiginleg sýn.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    valdstjórnarmafían er búin að leggja niður lýðveldið ísland . . .
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár