Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Halla Tómasdóttir býður sig fram til forseta

Halla Tóm­as­dótt­ir ætl­ar að gefa kost á sér í embætti for­seta Ís­lands í sum­ar. Halla bauð sig einnig fram ár­ið 2016 og hlaut þá næst flest at­kvæði. „Ég þekki mátt þess að leiða gott fólk sam­an til góðra verka.“

Halla Tómasdóttir býður sig fram til forseta
Forsetaframbjóðandi Halla Tómasdóttir ætlar að bjóða sig fram til forseta í forsetakosningunum sem fram fara 1. júní. Mynd: Aðsend

„Kæru vinir og kæru Íslendingar. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í kjöri til forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi. Og nú átta árum síðar þarf ég gleraugu til að sjá erindið,“ sagði Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og forstjóri B Team, þegar hún tilkynnti um forsetaframboð sitt á blaðamannafundi í Grósku í hádeginu, sem var vel mjög vel sóttur. Áður hafði hún sagst vera að íhuga alvarlega að bjóða sig fram. Sá undirbúningur er nú formlega hafinn en frestur til að skila inn framboði rennur út 26. apríl. 

Halla bauð sig fram til forseta árið 2016 og hlaut þá næst flest atkvæði, tæp 28 prósent. Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti með 39 prósent atkvæða. Hann tilkynnti, nokkuð óvænt, á nýársdag að hann hygðist ekki sækjast eftir því að gegna embættinu áfram.  Halla hefur verið forstjóri B Team síðustu sex ár. „Það eru samtök alþjóðlgra leiðtoga sem beita sér fyrir ábyrgri forystu, bættu siðferði og velferð fólks og umhverfis,“ sagði Halla í framboðsræðu sinni og bætti við: „Ég þekki mátt þess að leiða gott fólk saman til góðra verka.“ 

FramboðFundur Höllu í Grósku þar sem hún tilkynnti framboð var vel sóttur.

Samkvæmt könnun sem Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri TBWA/Norway betur þekktur sem Valli sport, lét framkvæma nýlega er 35 prósent Íslendinga jákvæðir gagnvart því að Halla verði næsti forseti lýðveldisins. Af þeim 35% svarenda sem eru jákvæðir í garð Höllu eru hlutfallslega flestir sem segjast kjósa Viðreisn. Þar á eftir koma  kjósendur Flokks fólksins og Samfylkingarinnar. Kjósendur Miðflokksins og Sósíalistaflokksins eru neikvæðastir í garð Höllu. Af þeim sem eru jákvæðir gagnvart því að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands voru talsvert fleiri konur en karlar. 

Í könnuninni var viðhorf kjósenda til Ólafs Jóhanns Ólafssonar, rithöfundar, og Baldurs Þórhallssonar einnig kannað og eru 40 prósent jákvæðir gagnvart framboði Ólafs Jóhanns, sem hefur gefið út að hann ætli ekki að sækjast eftir embættinu, og 53 prósent eru jákvæðir gagnvart framboði Baldurs. 

Baldur er „að hlusta á raddir fólksins“ en hópur fólks hefur skorað á hann að bjóða sig fram á stuðningssíðu á Facebook. Fleiri eru undir feldi og má þar sem dæmi nefna Jón Gnarr, grínista og fyrrverandi borgarstjóra, Ölmu Möller landlækni og Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar.     

Fimm hafa tilkynnt um forsetaframboð en öllu fleiri hafa stofnað tilmeðmælasöfnunar á island.is, eða 22. 

Frestur til að skila inn meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð er 26. apríl. Forsetakosningar fara fram 1. júní. 

Framboðsræðu Höllu má lesa í heild sinni hér að neðan: 

Kæru vinir - kæru Íslendingar,

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í kjöri til forseta Íslands þann 1. júní nk.

Forseti Íslands gegnir mikilvægu hlutverki. Farsælum forseta þykir vænt um og skilur mikilvægi hverrar manneskju og hvers byggðarlags okkar einstöku þjóðar – án tillits til pólitískra dægurmála. Forseti þekkir uppruna okkar og rætur, minnir okkur á allt það sem sameinar okkur og talar hvarvetna fyrir grunngildum okkar. Forseti áttar sig líka á stöðu lands og þjóðar í alþjóðlegu samhengi og bæði sér og styður við þá möguleika sem felast í styrkleikum okkar og sérstöðu.

Undanfarin sex ár hef ég verið í krefjandi og lærdómsríku starfi á alþjóðavettvangi sem forstjóri B Team, en það eru samtök alþjóðlegra leiðtoga sem beita sér fyrir ábyrgri forystu, bættu siðferði (í viðskiptum), og velferð fólks og umhverfis. Ég hef unnið með stjórnendum fyrirtækja, stjórnvöldum, og fulltrúum ungra kynslóða að úrlausnum stórra áskorana. Ég þekki vel mátt þess að leiða gott fólk saman til góðra verka. Í okkar röðum eru framsýnir leiðtogar, fólk sem setur mennskuna í forgrunn, gengur á undan með góðu fordæmi og hvetur stjórnvöld jafnframt til að tryggja að leikreglur viðskiptalífs og samfélags séu réttlátar.

Ég hef notið hverrar mínútu í núverandi starfi og því hefur ákvörðunin um forsetaframboð ekki verið einföld. En ég trúi því einlægt að Ísland standi frammi fyrir spennandi tækifærum í heimi sem leitar nú lausna á sviði friðar, jafnréttis og sjálfbærni. Á þessum sviðum getum við verið til fyrirmyndar og í virkjun þessara styrkleika felast sóknarfæri til verðmætasköpunar og jákvæðrar framþróunar fyrir okkar samfélag. Ég veit að á þessum sviðum get ég lagst á árar svo um munar. Þetta eru þau málefni sem ég brenn fyrir. Þau hafa verið mín leiðarljós í lífi og starfi.

Brýnustu verkefni hvers samfélags eru að standa vörð um heilsu og vellíðan fólks, samfélagslega sátt og náttúruna sem líf okkar allra og velmegun byggja á. Á síðustu öld hefur Íslendingum lánast að nýta auðlindir sínar, menntun og sköpunarkraft til fordæmalausra framfara á sviði atvinnulífs, menningar og lista. En náttúruöflin sýna sannarlega þessa dagana og þessar stundirnar að þau eru líka ógnvænleg. Þjóðin fylgist harmi slegin með hamförunum á Reykjanesi. Enginn getur sett sig í spor þeirra sem verða fyrir svona áfalli. En við vitum að við eigum samtakamátt. Það hefur reynt á hann áður og það reynir á hann nú. Með honum hjálpumst við að og komumst í gegnum þessa erfiðu tíma.

Við Íslendingar erum hugrökk þjóð. Við vorum fyrst til að kjósa konu sem forseta, státum af einu elsta þjóðþingi veraldar, stöndum fremst í nýtingu jarðvarma, framarlega þegar kemur að hugviti og umhverfi frumkvöðla, erum sókndjörf og eigum fjölmarga snillinga sem hafa numið lönd, unnið til verðlauna og hlotið verðskuldaða viðurkenningu fyrir afrek í listum og íþróttum, svo fátt eitt sé nefnt. Ég vona einlæglega að okkur lánist að vera áfram hugrökk þjóð sem tekst af æðruleysi á við það sem að höndum ber og horfir jafnframt fram á veg með hugrekki í hjarta. Hugrekki er til alls fyrst og er ómissandi hreyfiafl allra framfara, hvort sem við horfum til friðsældar, jafnréttis eða sjálfbærni.

Elsku vinir og vandamenn og kæru Íslendingar. Ég stend auðmjúk frammi fyrir ykkur og býð fram krafta mína. Ef þið viljið forseta sem vill láta til sín taka og trúir að með virkjun sköpunargáfu okkar jafnt á sviði menningar, lista og atvinnulífs séu okkur allir vegir færir, þá er ég reiðubúin til að leggja mig fram til gagns og góðs. Ef þið viljið forseta sem vill byggja brýr, hefur samhyggð og lífsgleði og trúir að jafnrétti sé lykillinn að enn sterkara samfélagi, þá er ég, og við hjónin, einlægt tilbúin til að þjóna hagsmunum okkar Íslendinga af öllu hjarta.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    þá er klás schwabb hjá wef búinn að tefla fram sínum frambjóðanda . . . https://youtu.be/cxhRiHTKByA?si=f7kv0yQ9Rn8apM64
    0
  • trausti þórðarson skrifaði
    Vantar einmitt verðbréfasala á bessastaði.Áfram Ástþór
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
1
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
2
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár