Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Myndband sýnir upphaf eldgossins

Eld­gos er haf­ið á Reykja­nesi á ný. Mynd­band sýn­ir hvernig eld­vegg­ur reis á ör­fá­um sek­únd­um milli Stóra Skóg­fells og Haga­fells. Upp­tök­in eru nær Bláa lón­inu en áð­ur.

Myndband sýnir upphaf eldgossins
Töluvert rennsli Stilla úr vefmyndavél Live from Iceland af Sundhnúk. Mynd: Live from Iceland

Eldgos hófst á Reykjanesi klukkan 20.23 í kvöld með litlum fyrirvara. Stórir kvikustrókar voru strax sjáanlegir á fyrstu sekúndum eldgosins. Myndband sýnir hvernig eldveggur rís á örfáum sekúndum.

Rýming er hafin í Grindavík og um 700 til 800 manns var gert að yfirgefa Bláa lónið og hótel þar. Upptök gossins eru á svipuðum stað og áður á Sundhnúksgígaröðinni, en samkvæmt fyrstu mælingum Veðurstofu Íslands eru þau nær Bláa lóninu og Svartsengi en áður. Svo virðist sem aðdragandinn hafi verið stuttur en vart var við aukna  skjálftavirkni aðeins stuttu fyrir gosið.

Við fyrstu sýn var fyrirvarinn talinn í mínútum en það leið einungis um mínúta frá tilkynningu Veðurstofu Íslands um að skjálftavirkni sem gæti verið fyrirboði eldgos áður en eldgosið sjálft hófst. 

Smáskjálftahrina hófst um klukkan hálfátta með litlum, grunnum skjálftum við Sundhnúksgígaröðina, á svipuðum stað og gosið átti eftir að brjótast út klukkutíma síðar. Það var síðan mínútu áður en gosið hófst sem skjálfti að stærðinni 1,2 mældist á aðeins hundrað metra dýpi rúmum kílómetra norður af Stóra Skógfelli og annar dýpri um 20 sekúndum síðar. Upptök gossins eru skammt suður af fellinu og nokkur hundruð metrum austan við Sýlingafell, en handan þess er Bláa lónið.

Á myndbandinu að ofan sést upphaf gossins, fangað af vefmyndavél Live from Iceland. 

Bjarminn vel sjáanlegurEldgosið séð úr Áslandshverfinu í Hafnarfirði.

Vegfarendur á Reykjanesbraut sem hafa sett sig í samband við Heimildina lýsa sjáanlegur bjarma frá gosinu. Fólk sem búsett er í yst í Hafnarfirði segir einnig frá því að það sjái gosið þaðan. Það á raunar við víðar á höfuðborgarsvæðinu en myndin hér að neðan er tekin á Seltjarnarnesi stuttu eftir að gosið hófst. 

Sést víðaÞessi mynd er tekin á Seltjarnarnesi í 35 kílómetra fjarlægð og sést skuggi Stóra Skógfells hægra megin við gosbjarmann.
Staðsetning gossprunguVeðurstofa Íslands áætlar að staðsetning gossprungunnar nú sé nokkur hundruð metrum vestar en í fyrri gosum og þar með nær Bláa lóninu.
Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
2
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.
Þegar borgin fór á taugum
4
Greining

Þeg­ar borg­in fór á taug­um

Meiri­hlut­inn í borg­inni sprakk óvænt í lok síð­ustu viku rétt eft­ir ham­fara­veð­ur sem geis­að hafði á land­inu öllu. Öskureið­ur odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leiddi til þess að Fram­sókn ákvað að leita hóf­anna í mis­heppn­uð­um póli­tísk­um leið­angri sem sprengdi meiri­hluta­sam­starf­ið. Póli­tísk­ir eld­inga­storm­ar og rauð­ar við­var­an­ir voru víða í stjórn­mál­um vik­una ör­laga­ríku.
Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu