Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Myndband sýnir upphaf eldgossins

Eld­gos er haf­ið á Reykja­nesi á ný. Mynd­band sýn­ir hvernig eld­vegg­ur reis á ör­fá­um sek­únd­um milli Stóra Skóg­fells og Haga­fells. Upp­tök­in eru nær Bláa lón­inu en áð­ur.

Myndband sýnir upphaf eldgossins
Töluvert rennsli Stilla úr vefmyndavél Live from Iceland af Sundhnúk. Mynd: Live from Iceland

Eldgos hófst á Reykjanesi klukkan 20.23 í kvöld með litlum fyrirvara. Stórir kvikustrókar voru strax sjáanlegir á fyrstu sekúndum eldgosins. Myndband sýnir hvernig eldveggur rís á örfáum sekúndum.

Rýming er hafin í Grindavík og um 700 til 800 manns var gert að yfirgefa Bláa lónið og hótel þar. Upptök gossins eru á svipuðum stað og áður á Sundhnúksgígaröðinni, en samkvæmt fyrstu mælingum Veðurstofu Íslands eru þau nær Bláa lóninu og Svartsengi en áður. Svo virðist sem aðdragandinn hafi verið stuttur en vart var við aukna  skjálftavirkni aðeins stuttu fyrir gosið.

Við fyrstu sýn var fyrirvarinn talinn í mínútum en það leið einungis um mínúta frá tilkynningu Veðurstofu Íslands um að skjálftavirkni sem gæti verið fyrirboði eldgos áður en eldgosið sjálft hófst. 

Smáskjálftahrina hófst um klukkan hálfátta með litlum, grunnum skjálftum við Sundhnúksgígaröðina, á svipuðum stað og gosið átti eftir að brjótast út klukkutíma síðar. Það var síðan mínútu áður en gosið hófst sem skjálfti að stærðinni 1,2 mældist á aðeins hundrað metra dýpi rúmum kílómetra norður af Stóra Skógfelli og annar dýpri um 20 sekúndum síðar. Upptök gossins eru skammt suður af fellinu og nokkur hundruð metrum austan við Sýlingafell, en handan þess er Bláa lónið.

Á myndbandinu að ofan sést upphaf gossins, fangað af vefmyndavél Live from Iceland. 

Bjarminn vel sjáanlegurEldgosið séð úr Áslandshverfinu í Hafnarfirði.

Vegfarendur á Reykjanesbraut sem hafa sett sig í samband við Heimildina lýsa sjáanlegur bjarma frá gosinu. Fólk sem búsett er í yst í Hafnarfirði segir einnig frá því að það sjái gosið þaðan. Það á raunar við víðar á höfuðborgarsvæðinu en myndin hér að neðan er tekin á Seltjarnarnesi stuttu eftir að gosið hófst. 

Sést víðaÞessi mynd er tekin á Seltjarnarnesi í 35 kílómetra fjarlægð og sést skuggi Stóra Skógfells hægra megin við gosbjarmann.
Staðsetning gossprunguVeðurstofa Íslands áætlar að staðsetning gossprungunnar nú sé nokkur hundruð metrum vestar en í fyrri gosum og þar með nær Bláa lóninu.
Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
4
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár