Í nýjasta þætti Pressu mættu Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu – stéttarfélagi, og Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, til þess að ræða nýgerða kjarasamninga. Bæði sögðu nýja samninga vera fyrir margar sakir einstaka.
„Stóra fréttin er líklega bar sú að við höfum náð mjög breiðri sátt á vinnumarkaði með gerð fjögur ára samnings. Sem er nú ekki oft gerður á Íslandi, þar sem við höfum náð að marka launastefnu sem ætti að ríkja víðtæk sátt um, og sem er innan þess efnahagslega svigrúms sem við höfum oft talað um,“ sagði Anna Hrefna.
Stefán Ólafsson tók undir þetta og sagði samninganna vera að mörgu leyti óvenjulega. „Þetta er tilraun til þess að flýta lækkun verðbólgu og lækkun vaxta sérstaklega með því að fara fram með hófsamar launahækkanir,“ lýsti Stefán sem sagðist í muna eftir öðrum eins …
Athugasemdir