Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

VR búið að semja – Skrifuðu undir samning rétt eftir miðnætti

Stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins skrif­aði und­ir kjara­samn­ing í nótt. Launa­hækk­an­ir eru þær sömu og hjá breið­fylk­ing­unni en sátt náð­ist um að vísa deilu þeirra sem starfa við far­þega- og hleðslu­þjón­ustu hjá Icelanda­ir á Kefla­vík­ur­flug­velli í ferli hjá rík­is­sátta­semj­ara sem þarf að vera lok­ið fyr­ir 20. des­em­ber.

VR búið að semja – Skrifuðu undir samning rétt eftir miðnætti
Var einn eftir Af stóru stéttarfélögunum á almenna vinnumarkaðinum þá var það stærsta, VR, það eina sem átti eftir að semja. Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Mynd: Golli

Samninganefndir VR og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu kjarasamninga rétt eftir miðnætti í nótt. Samningurinn er, líkt og sá sem breiðfylking stéttarfélaga sem VR tilheyrði eitt sinn, en gekk svo úr, undirritaði fyrir viku til fjögurra ára. Samningurinn sem var undirritaður byggir á innanhústillögu sem Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari lagði fram og deiluaðilar samþykktu. Launahækkanir verða þær sömu og aðrir hafa samið um, 3,25 prósent á þessu ári og 3,5 prósent næstu þrjú árin. 

Greint er frá undirrituninni á vef RÚV og þar er haft eftir Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, að samningurinn sé ásættanlegur miðað við aðstæður en málinu sé þó ekki að öllu leyti lokið. Enn á eftir að semja um kjör þeirra félagsmanna VR sem starfa við farþega- og hleðsluþjónustu hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli sem boðað höfðu verkfall. Á vef RÚV segir Ragnar að í kjarasamningnum sé bókun um að unnið verði að breytingu á því vaktafyrirkomulagi með ríkissáttasemjara. Þeirri vinnu þarf að vera lokið fyrir 20. desember næstkomandi. Miðað við þær upplýsingar hefur verkfalli umræddra starfsmanna verið aflýst.

Í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins er haft eftir Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra þeirra, að það sé afar ánægjulegt að semja um stöðugleika og ná sátt við eitt stærsta stéttarfélag á almennum vinnumarkaði  í dag. „Það skapar óneitanlega skriðþunga fyrir það sem á eftir kemur, þar sem við sem þjóð stöndum frammi fyrir raunverulegu tækifæri til þess að ná efnahagslegum stöðugleika. Við sjáum samtakamáttinn þegar fjölmörg fyrirtæki stíga fram og sýna stuðning við markmið samninganna í verki og þegar ríki og sveitarfélög skuldbinda sig til þess að draga úr gjaldskrárhækkunum.“

Búið að semja við stærstan hluta almenna markaðarins

Þar með er búið að semja við stærstan hluta almenna vinnumarkaðarins. Kjarasamningar til fjögurra ára, sem kallast „Stöðugleika- og velferðarsamningarnir“, voru undirritaðir fyrir viku síðan. Að þeim standa Breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði: Efling, Starfsgreinasambandið og Samiðn ásamt Samtökum atvinnulífsins. 

Í þeim samningunum var samið um hóflegar launahækkanir þar sem laun munu hækka árlega um að lágmarki um 23.750 krónur og svo áfram í hlutfalli við það upp launaflokka. Þær munu gilda afturvirkt frá 1. febrúar síðastliðnum. Almennt verður launahækkunin 3,25 prósent í ár, 2024, en svo 3,5 prósent næstu þrjú ár. 

Í samningunum eru forsenduákvæði sem segja til um að samningarnir verða endurskoðaðir tvívegis á samningstímanum með tilliti til þróun verðbólgu. Það þýðir að ef verðbólga verður yfir ákveðnu marki á endurskoðunardögunum, sem eru 1. september 2025 og 2026, þá verður hægt að fara fram á endurskoðun kjarasamninga. 

Laun fólks sem starfar við ræstingar hækka umfram önnur. Samið var um að ræsting sem starf fari úr sex í átta launaflokka á meðan að framkvæmd er hæfnigreining á störfum í greininni. Svokallaður ræstingarauki upp á 19 þúsund krónur mun greiðast mánaðarlega ofan á kauptaxta með vísun í sérstakar vinnuaðstæður ræstingarfólks. 

Þá var samið um hækkun á desember- og orlofsuppbót, breytingar á fyrirkomulagi álagsgreiðslna hjá verkafólki í ferðaþjónustu og að vaktaálag hjá vaktavinnufólki verði greitt fyrir alla vinnu utan dagvinnutímabils fram að fullum vinnuskilum. 

Rafiðnaðarsam­band Íslands, Mat­vís, VM og Grafía hafa skrifuðu svo und­ir kjara­samn­ing við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins á laugardag.

80 milljarða pakki á borðið

Til að liðka fyrir gerð samninganna hafa ríkið og sveitarfélög lofað að koma að borðinu með stóra pakka. Ríkið metur sína aðkomu á 80 milljarða króna á samningstímanum. Um er að ræða margháttaðar aðgerðir. Fríar skólamáltíðir, hærri fæðingarorlofsgreiðslur, hækkun barnabóta, sérstakur vaxtastuðningur, aukinn stuðningur við leigjendur og hóflegar gjaldskrárhækkanir. Allt á þetta að ná tvíþættum árangri: að tryggja skjólstæðingum stéttarfélaganna kjarabætur umfram þær hóflegu launahækkanir sem samið hefur verið um og stuðla að því að ná niður vöxtum og verðbólgu. 

Þar mun reyna á fyrirtækin í landinu sem, í skiptum fyrir hóflegar launahækkanir til starfsmanna sinna, þurfa að leggja sín lóð á vogaskálarnar við að halda aftur af verðhækkunum. 

Enn á eftir að ganga frá samningum við opinbera starfsmenn og minnihluta almenna vinnumarkaðarins.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
1
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
„Má hann ekki njóta þess sem hann á eftir hamingjusamur hér?“
9
FréttirFlóttamenn

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eft­ir ham­ingju­sam­ur hér?“

Mót­mæli gegn brott­vís­un hins ell­efu ára gamla Yaz­ans Tamim­is á Aust­ur­velli eru síð­asta von hans og for­eldra hans, seg­ir vin­kona fjöl­skyld­unn­ar. Hún seg­ir mót­mæl­in tæki­færi til þess að sýna Yaz­an „að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ Þing­mað­ur spyr hvort ís­lensk stjórn­völd vilji raun­veru­lega vera ábyrg fyr­ir því að stytta líf drengs­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
6
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
7
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
8
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
10
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár