Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Grunnskólabörnin í 73 skólum í 27 sveitarfélögum

Nokk­ur hundruð börn voru fyr­ir rúm­um fjór­um mán­uð­um sam­an í ein­um skóla, Grunn­skóla Grinda­vík­ur. Í dag dreifast þau um allt land og hluti hóps­ins hef­ur þeg­ar skipt nokkr­um sinn­um um skóla.

Grunnskólabörnin í 73 skólum í 27 sveitarfélögum

Í nóvemberbyrjun voru grindvísk börn öll í sama skólanum, Grunnskóla Grindavíkur. Í dag dreifast þau á 73 skóla í 27 sveitarfélögum. Ákveðið var, skömmu eftir að hamfarirnar riðu yfir, að setja upp safnskóla á fjórum stöðum í Reykjavík þar sem nemendum bauðst að halda áfram námi með kennurunum sínum úr Grindavík, og gömlu bekkjarfélögunum. Safnskólarnir eru í Hvassaleitisskóla, Laugalækjarskóla, Ármúla og höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Fyrir áramót stunduðu 55 prósent nemenda úr Grindavík nám í þessum skólum. Eftir áramót hefur það hlutfall lækkað umtalsvert, og er nú í kringum 40 prósent. Skólaakstur hefur auk þess verið í boði frá Suðurnesjum, Selfossi og Mosfellsbæ. 

Í svari mennta- og barnamálaráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar kemur fram að  um 225 nemendur séu nú í þessum safnskólum, 87 eru í skóla í Reykjanesbæ, 59 í öðrum skólum í Reykjavík, 28 í Kópavogi, 25 í Garðabæ, 25 í Sveitarfélaginu Árborg, 22 í Hafnarfirði, ellefu í Sveitarfélaginu Vogum, tíu í Suðurnesjabæ og tíu í Hveragerði. „Hins vegar dreifast nemendur á mun fleiri sveitarfélög og þá eru oft ekki fleiri en 2-4 nemendur í hverjum skóla.“

Framhaldsskólanemendur, sem eiga lögheimili í Grindavík, eru nú í 14 mismunandi skólum sem eru í níu sveitarfélögum og flestir eru í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Leikskólabörn eru í 46 skólum sem eru í 16 sveitarfélögum. 

Í svari ráðuneytisins segir enn fremur að áhrif hamfaranna á líf grindvískra barna séu miklar, ófyrirséðar og koma fram í áskorunum er tengjast m.a. skóla- og frístundastarfi. „Mikil hreyfing er á fólki og stöðugt er unnið að því að kortleggja og meta stöðu barnanna. Allt þetta gerir það að verkum að skipulag skólahalds hefur reynst krefjandi verkefni en það hefur verið á könnu fræðslusviðs Grindavíkurbæjar en mennta- og barnamálaráðuneytið hefur lagt til sérfræðiráðgjöf, m.a. við greiningu og lausnaleit. Í öllum viðbrögðum sem gripið hefur verið til er áhersla á að hlúð sé að börnunum og velferð þeirra tryggð eftir bestu getu. Trygg skólaganga er eitt af lykilatriðum í viðbragðinu.“

Skólaskylda er á grunnskólastigi og heldur fræðslusvið Grindavíkurbæjar utan um skólasókn grindvískra grunnskólabarna. „Grindvíkingar hafa búið við ótrygga búsetu síðustu mánuði og hefur það óhjákvæmilega haft þau áhrif að ákveðinn hópur grindvískra barna hefur verið tilneyddur til þess að skipta nokkrum sinnum um skóla frá 10. nóvember en tölulegar upplýsingar um þetta hafa ekki verið teknar saman enn þá,“ segir í svari ráðuneytisins.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Raunir Grindvíkinga

Enn inni í myndinni að kaupa einingahús fyrir Grindvíkinga
FréttirRaunir Grindvíkinga

Enn inni í mynd­inni að kaupa ein­inga­hús fyr­ir Grind­vík­inga

Nokk­ur fjöldi íbúða er enn í boði fyr­ir Grind­vík­inga hjá óhagn­að­ar­drifn­um leigu­fé­lög­um og tölu­verð­ur fjöldi til við­bót­ar í boði fyr­ir þá á Leigu­torgi. Ágætt fram­boð er auk þess á til­bún­um bygg­ing­ar­lóð­um. Inn­viða­ráðu­neyt­ið seg­ir að m.a. í ljósi þessa þurfi að meta sér­stak­lega hvort þörf sé á frek­ari kaup­um á hús­næði fyr­ir Grind­vík­inga.
Erum eiginlega að byrja upp á nýtt
FréttirRaunir Grindvíkinga

Er­um eig­in­lega að byrja upp á nýtt

Enda­laus­ar áhyggj­ur af fötl­uð­um syni og aldr­aðri móð­ur hafa ein­kennt mán­uð­ina fjóra sem liðn­ir eru síð­an hár­greiðslu­meist­ar­inn Guð­rún Kristjana Jóns­dótt­ir, Lillý, flúði Grinda­vík. Fjöl­skyld­an ætl­ar ekki að flytja þang­að aft­ur. „Það gerð­ist eitt­hvað innra með mér þeg­ar mað­ur­inn féll of­an í sprung­una,“ seg­ir hún. Sprung­an sem klauf svo íþrótta­hús­ið, ann­að heim­ili sona henn­ar, gerði að end­ingu út­slag­ið.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár