Geitariðill að góla, handklæðahaus, rusl fyrirbæri, útlendingur, þetta. Allt eru þetta orð sem voru notuð til þess að lýsa þátttakanda í Söngvakeppninni af palestínskum uppruna, Bashar Murad. Í umræðum sem sköpuðust vegna þátttöku hans var mikil áhersla lögð á að hann væri útlendingur, arabi og múslimi: „Mússalingur,“ eins og sumir kölluðu það. „Það hefði verið niðurlægjandi fyrir þjóðina ef sérstaklega innfluttur feðramaður hefði unnið af pólitískum ástæðum sem snerta Ísland ekki á nokkurn hátt. Ferðamaður sem hefur ekki einu sinni atvinnuleyfi á landinu,“ skrifaði einn sem sagðist hafa kjánahroll yfir samlöndum sínum sem studdu Bashar og lauk athugasemdinni með þeim orðum að það væri gott að „ruglaða fólkið hafði ekki betur“.
Ákveðinn hópur talaði fyrir því að Íslendingar ættu að velja íslenskt. „Ég vona að Íslendingar kjósi íslenskt.“
Einhver metnaðarfullur birti mynd af hvítklæddri íslenskri valkyrju með víkingahjálm og skjöld með mynd af íslenska fánanum sparka svíni með höfuðklæði og …
Athugasemdir (1)