Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leiðinlegt að glata draumnum fyrir smá áfengi

Stærstu mis­tök­in sem Guð­jón Þór Vals­son hef­ur gert er að hætta í fót­bolta og byrja að drekka áfengi.

Leiðinlegt að glata draumnum fyrir smá áfengi
Guðjón Þór Valsson, starfar á Hlöllabátum.

Bakkus hafði slæm áhrif á mig á sínum tíma þegar ég var í fótboltanum. Ég var að brillera í fótboltanum átján ára gamall og var kominn í KR, unglingaliðið. Svo kynntist ég vinahópi og byrjaði að drekka í fyrsta skipti og hætti í fótbolta. Það voru stærstu mistök lífs míns. Ég byrjaði að drekka og hitta einhverjar stelpur og fór í rangan félagsskap.

Ég hafði verið kominn í úrtökuhóp fyrir unglingalandsliðið, við fórum á úrtökumót á Laugarvatni. Þar var ég einn úr Aftureldingu og þekkti engan. Og var mjög feiminn. Það gekk ekki sem skyldi að koma sér á framfæri. Það var ekkert haldið utan um þetta þarna þá, eins og í dag. Bara sendur! Og enginn að spá í það. Einn í herbergi með gaur sem ég þekkti ekkert.

„Bara ef ég gæti spólað til baka, þá væri það þennan dag, þarna“

En ég var sem sagt nýbyrjaður að æfa í KR þegar ég byrjaði að drekka, kynntist Bakkusi. Ég hef hugsað þetta mörgum sinnum um ævina. Bara ef ég gæti spólað til baka, þá væri það þennan dag, þarna.

Það var svo gaman að drekka, ég var ekkert að hugsa um afleiðingarnar. Bara svo gaman að allt annað gleymdist. Svo þegar maður fór að hugsa: Úff, ég er búinn að gera allt of mikið af þessu! – þá var það of seint.

Svo byrjaði ég aftur í fótbolta 24 ára en var ekki eins góður og ég var en fer í utandeildina. Frá 24 til 37 ára vann ég utandeildina sjö sinnum. Einu sinni bikarmeistari. Og var markakóngur flest árin. Er með sönnun heima, alla bikarana. Leiðinlegt að glata draumnum fyrir smá áfengi.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár