Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leiðinlegt að glata draumnum fyrir smá áfengi

Stærstu mis­tök­in sem Guð­jón Þór Vals­son hef­ur gert er að hætta í fót­bolta og byrja að drekka áfengi.

Leiðinlegt að glata draumnum fyrir smá áfengi
Guðjón Þór Valsson, starfar á Hlöllabátum.

Bakkus hafði slæm áhrif á mig á sínum tíma þegar ég var í fótboltanum. Ég var að brillera í fótboltanum átján ára gamall og var kominn í KR, unglingaliðið. Svo kynntist ég vinahópi og byrjaði að drekka í fyrsta skipti og hætti í fótbolta. Það voru stærstu mistök lífs míns. Ég byrjaði að drekka og hitta einhverjar stelpur og fór í rangan félagsskap.

Ég hafði verið kominn í úrtökuhóp fyrir unglingalandsliðið, við fórum á úrtökumót á Laugarvatni. Þar var ég einn úr Aftureldingu og þekkti engan. Og var mjög feiminn. Það gekk ekki sem skyldi að koma sér á framfæri. Það var ekkert haldið utan um þetta þarna þá, eins og í dag. Bara sendur! Og enginn að spá í það. Einn í herbergi með gaur sem ég þekkti ekkert.

„Bara ef ég gæti spólað til baka, þá væri það þennan dag, þarna“

En ég var sem sagt nýbyrjaður að æfa í KR þegar ég byrjaði að drekka, kynntist Bakkusi. Ég hef hugsað þetta mörgum sinnum um ævina. Bara ef ég gæti spólað til baka, þá væri það þennan dag, þarna.

Það var svo gaman að drekka, ég var ekkert að hugsa um afleiðingarnar. Bara svo gaman að allt annað gleymdist. Svo þegar maður fór að hugsa: Úff, ég er búinn að gera allt of mikið af þessu! – þá var það of seint.

Svo byrjaði ég aftur í fótbolta 24 ára en var ekki eins góður og ég var en fer í utandeildina. Frá 24 til 37 ára vann ég utandeildina sjö sinnum. Einu sinni bikarmeistari. Og var markakóngur flest árin. Er með sönnun heima, alla bikarana. Leiðinlegt að glata draumnum fyrir smá áfengi.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár