Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leiðinlegt að glata draumnum fyrir smá áfengi

Stærstu mis­tök­in sem Guð­jón Þór Vals­son hef­ur gert er að hætta í fót­bolta og byrja að drekka áfengi.

Leiðinlegt að glata draumnum fyrir smá áfengi
Guðjón Þór Valsson, starfar á Hlöllabátum.

Bakkus hafði slæm áhrif á mig á sínum tíma þegar ég var í fótboltanum. Ég var að brillera í fótboltanum átján ára gamall og var kominn í KR, unglingaliðið. Svo kynntist ég vinahópi og byrjaði að drekka í fyrsta skipti og hætti í fótbolta. Það voru stærstu mistök lífs míns. Ég byrjaði að drekka og hitta einhverjar stelpur og fór í rangan félagsskap.

Ég hafði verið kominn í úrtökuhóp fyrir unglingalandsliðið, við fórum á úrtökumót á Laugarvatni. Þar var ég einn úr Aftureldingu og þekkti engan. Og var mjög feiminn. Það gekk ekki sem skyldi að koma sér á framfæri. Það var ekkert haldið utan um þetta þarna þá, eins og í dag. Bara sendur! Og enginn að spá í það. Einn í herbergi með gaur sem ég þekkti ekkert.

„Bara ef ég gæti spólað til baka, þá væri það þennan dag, þarna“

En ég var sem sagt nýbyrjaður að æfa í KR þegar ég byrjaði að drekka, kynntist Bakkusi. Ég hef hugsað þetta mörgum sinnum um ævina. Bara ef ég gæti spólað til baka, þá væri það þennan dag, þarna.

Það var svo gaman að drekka, ég var ekkert að hugsa um afleiðingarnar. Bara svo gaman að allt annað gleymdist. Svo þegar maður fór að hugsa: Úff, ég er búinn að gera allt of mikið af þessu! – þá var það of seint.

Svo byrjaði ég aftur í fótbolta 24 ára en var ekki eins góður og ég var en fer í utandeildina. Frá 24 til 37 ára vann ég utandeildina sjö sinnum. Einu sinni bikarmeistari. Og var markakóngur flest árin. Er með sönnun heima, alla bikarana. Leiðinlegt að glata draumnum fyrir smá áfengi.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár