Í nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar er lagt til að Norðurlöndin taki höndum saman og leggi á sykur- og kjötskatt en niðurgreiði ávexti og grænmeti. Ef Norðurlöndin ganga í takt í þeim efnum geti það aukið sátt um skattana en það getur oft verið áskorun, segir í skýrslunni.
Hún fjallar um það sem til þarf svo matarvenjur á Norðurlöndum breytist til hins betra og er bæði litið til lýðheilsu og umhverfismála í þeim efnum.
Í skýrslunni eru fimm tillögur að aðgerðum stjórnvalda til þess að hvetja til sjálfbærrar matvælaneyslu kynntar, m.a. að Norðurlöndin vinni saman að því að herða viðmið og löggjöf til þess að draga úr markaðssetningu óhollra matvæla.
„Í dag er löggjöfin á þessu sviði veik og nauðsynlegt er að spýta í lófana til þess að draga úr þeim auglýsingum sem hvetja okkur, og ekki síst börn og ungt fólk, til þess að neyta ósjálfbærra og óhollra vara“, segir …
Athugasemdir