Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki högnuðust samtals um 83,5 milljarða króna á árinu 2023. Þar er næstmesti hagnaður sem þeir hafa sýnt innan árs síðan að bankarnir þrír fengu nýjar kennitölur við bankahrunið haustið 2008. Á sama tíma og verðbólga og háir vextir bitu heimili og fyrirtæki landsins fast – sem birtist meðal annars í því að ráðstöfunartekjur heimila hafa lækkað fimm ársfjórðunga í röð og vaxtagjöld þeirra jukust um 53 prósent milli ára – þá jókst hagnaður kerfislega mikilvægu bankanna þriggja um 23,7 prósent, eða um 16 milljarða króna milli ára.
Þessi staða er greind í nýju fjármálastöðugleikariti Seðlabanka Íslands, sem birt var í dag. Þar segir að arðsemi bankanna þriggja hafi verið góð á síðasta ári. „Grunnrekstur þeirra hefur styrkst mikið síðasta áratug, hagræðing, kostnaðaraðhald og stærri efnahagsreikningur hefur leitt til arðbærari reksturs. Hærra vaxtastig síðustu misseri og stærri efnahagsreikningur bankanna hefur leitt til aukins vaxtamunar og meiri …
Athugasemdir